8. ágúst 2017

Reykjavíkurmaraþonið

Þátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka er í senn frábær upplifun og dýrmætt tækifæri til að styðja við verðugt málefni. Þónokkrir hlauparar hafa ákveðið að safna áheitum fyrir starfsemi landssamtakanna Geðhjálpar í Reykjavíkurmaraþoninu að þessu sinni.

Með því að safna áheitum fyrir samtökin leggjast hlaupararnir á árarnar með Geðhjálp í baráttu samtakanna fyrir bættri þjónustu og réttindum til handa fólki með geðrænan vanda og aðstandendum þess. Með sama hætti styðja hlaupararnir baráttu samtakanna gegn fordómum í garð fólks með geðræn veikindi og stuðla að aukinni geðrækt og forvörnum.

Helstu verkefni félagsins snúa m.a. að ráðgjöf við fólk með geðrænan vanda, aðstandendur og vini; bættu aðgengi almennings að geðheilbrigðisþjónustu; afnámi þvingunar gagnvart fólki með geðræn veikindi innan heilbrigðis- og félagsþjónustunnar og bættri líðan ungs fólks undir merkjum Útmeða verkefnisins.

Um leið og við færum hlaupurunum okkar innilegasta þakklæti fyrir stuðninginn hvetjum við aðra fótfráa velunnara félagsins til að slást í hópinn – svo ekki sé minnst á ættingja og vini að hvetja og heita á hlauparana. Við munum svo að venju hvetja hlauparana í hlaupinu sjálfu á hvatningarmiðstöð samtakanna við Vegamót – á mótum Reykjavíkur og Seltjarnarness – þann 19. ágúst næstkomandi.

Hlökkum til að sjá ykkur – Geðhjálp!

Vaskir hlauparar hlaupa til styrktar Geðhjálpar og Útmeða í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka.
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram