12. september 2018

Útmeð‘a býður í partý!

Útmeð´a hefur í samstarfi við grafíska hönnuðinn Viktor Weisshappel hannað peysur og bætur (patches) þar sem hver og einn getur útbúið sína eigin, einstöku peysu. Hugmyndin er að taka orð yfir ástand eða tilfinningar sem fólk á til að fela, setja á peysu og bera með stolti. Alls eru 11 útgáfur af bótum með hugtökum á borð við kvíði, reiði, þunglyndi og seigla í boði en hægt er að kaupa eins margar bætur og hver vill og raða þeim á að vild.

Laugardaginn 15. september frá kl 17-19, fögnum við útkomu peysanna í Listasafni Reykjavíkur.

Viðburðurinn er öllum opinn og ókeypis.

* Dóri DNA kynnir og grínar.
* Logi Pedro og Young Karin spila.
* Edda Karólína Ævarsdóttir listakona verður með innsetningu um kvíða.
* Rjúkandi heit straujárn á staðnum til að strauja bæturnar á og hanna þannig sína eigin peysu.
* Léttar veitingar frá Joe & the Juice.

Peysa: 3000 kr.
Hver bót: 300 kr.

Útmeð‘a er sprottið upp úr grasrót tveggja félagasamtaka, Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Verkefnið miðar að því að bæta geðheilsu ungs fólks með sérstakri áherslu á forvarnir í tengslum við sjálfsskaða og sjálfvíg. Yfirskriftin Útmeð‘a felur í sér ákall til þessa hóps um að birgja ekki inni flókin vandamál og tilfinningar heldur koma þeim í orð.

Allur ágóði rennur til Útmeð´a, samstarfsverkefnis Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717.

Komdu í partí! Komdu Útmeð´a!

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram