Eru málefni fatlaðs fólks úti í dag eða hafa þau kannski aldrei verið inni? Geðhjálp ogÞroskahjálp fá til sín sérfræðinga á sviði mannréttinda og fatlað fólk til að ræða vægi þessa hóps í mannréttindaumræðunni.
Hvar: Norræna húsið Reykjavík, Kynningartjald 1
Hvenær: Laugardagur, 3. september, klukkan 15.00 – 15.30 (þrjú til hálf fjögur)
Umsjón: Þroskahjálp og Geðhjálp
Tegund viðburðar: Panel umræður
Þátttakendur í viðburðinum verða:
Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Landssamtakanna Þroskahjálpar og mannréttindalögfræðingur
Aileen Soffía Svensdóttir, Formaður Átaks - félags fólks með þroskahömlun
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, mannréttindalögfræðingur
Kári Auðar Svansson, notandi geðheilbrigðisþjónustunnar
Fundarstjóri: Helgi Seljan