1. september 2016

Formaðurinn og framkvæmdastjórinn hittu forsetann

Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, og Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, færðu Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, eintak af bókinni Mad in America eftir Robert Wittaker á skrifstofu forsetaembættisins við Sóleyjargötu í dag. Forsetinn lýsti yfir ánægju sinni með gjöfina enda sagnfræðingur að mennt og áhugamaður um samfélagsmál í sinni víðustu mynd. Á fundi tvímenninganna með forsetanum fóru fram líflegar umræður um geðheilbrigði almennt og ástand geðheilbrigðismála í landinu og ljóst að að forsetinn mun ekki láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði og hagsmunum fólks með geðrænan vanda í framtíðinni.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram