Hrannar Jónsson, formaður Geðhjálpar, og Anna G. Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, færðu Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, eintak af bókinni Mad in America eftir Robert Wittaker á skrifstofu forsetaembættisins við Sóleyjargötu í dag. Forsetinn lýsti yfir ánægju sinni með gjöfina enda sagnfræðingur að mennt og áhugamaður um samfélagsmál í sinni víðustu mynd. Á fundi tvímenninganna með forsetanum fóru fram líflegar umræður um geðheilbrigði almennt og ástand geðheilbrigðismála í landinu og ljóst að að forsetinn mun ekki láta sitt eftir liggja í baráttunni fyrir bættu geðheilbrigði og hagsmunum fólks með geðrænan vanda í framtíðinni.