Athygli er vakin á því að aðalfundur Geðhjálpar fer fram í húsakynnum samtakanna í Borgartúni 30 laugardaginn 18. mars kl. 14.00. Á fundinum fer fram kosning formanns Geðhjálpar og fulltrúa í stjórn samtakanna, þ.e. fjögurra í aðalstjórn til tveggja ára og jafn margra í varastjórn til eins árs. Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfundinn, þ.e. þann 11. mars.
Styrktarfélagar í Geðhjálp og ársfélagar sem greitt hafa árgjald ársins 2017 eru kosningabærir. Á fundinum munu frambjóðendur til formanns og varaformanns kynna sig og áherslumál sín. Á fundinum verður þar að auki kynntur ársreikningur Geðhjálpar og ársskýrsla samtakanna.