Stefán Gauti Úlfur Stefaníuson
Ágætu kjósendur,
Ég býð mig hér fram í stjórn Geðhjálpar. Og tel ég mig hafa erindi sem bæði notandi og aðstandandi. Af reynslu veit ég, að birtingarmynd Geðheilbrigðiskerfis, er vægast sagt ólík þegar kemur að því hver og hvar þú ert, þegar kemur að kerfinu. Í raun trúi ég því að Geðheilbrigðiskerfið sé og hafi aldrei átt rétt á sér, og má benda á, að fyrsta nauðungarvistuðu einstaklingar Kleppsspítala, var flökkufólk og meintir letingjar sem þóttu óviðeigandi og truflandi fyrir valdskipulagið á tímum þar sem samfélagið var rekið á pappírum hinna einokunarmenntuðu yfirstétta. Í raun er þetta enn veruleikinn, mikið af fólki er tekið úr umferð fyrir þann meinta glæp, að einfaldlega hafa hugmyndir sem samræmast ekki því sem meintur samfélagssáttmáli er byggður á.
Sem notandi kom ég fyrst inn í kerfið árið 2006, með þær ranghugmyndir að á Íslandi stæði yfir alvarleg fjármálasvikamilla. Síðar hef ég hitt fólk sem lent hefur í geðheilbrigðiskerfinu, fyrir það afbrot eitt, að efast heilindi og skipulag þjóðfélagsins. Raunveruleikinn er sá, eins og ég síðar komst að í meiri lærdómi á umheiminum, að raunveruleikinn er að Lyfjarisarnir framleiða ákveðið magn af Lyfjum sem þarf að koma í umferð, til að uppfylla þörf hins meinta markaðar. Þó er þetta ekki það einfalt, að öll lyf séu markaðsbrask og tilgangslaus auðsöfnun, en þeir sem þekkja til, vita að mikill vilji er til að koma sem mestum lyfjum á fólk, og án vafa eru þetta hlutir sem munu valda vanda síðar, þar sem vantraust vaknar gagnvart þeim sem bera ábyrgð á að veita fólki, jú nauðsynleg Lyf, en aftur að meginefni.
Ég býð mig fram, því mig langar að vinna eftir megni, að auknum réttindum þeirra sem upplifa sig vanmáttuga gagnvart umtöluðu Geðheilbrigðiskerfi. Þetta er mín framboðsræða. Ég geri mér grein fyrir, að hún kann að koma skringilega fyrir í lestri. En mér er sama, og gef ykkur það loforð, að sá tími kemur, þar sem horft verður til umsvifa Lyfjarisanna, sem glæp gegn mannkyni. En þangað til, er baráttan háð, jafnmikilvæg, á hvaða vígstöðum sem er. Kjósið mig ef þið finnið það hjá ykkur. Annars skil ég ef ykkur þykir þetta fáránlegt, sjálfum þykir mér þetta fáránlegt, en ákvað að bjóða mig fram. Til að reyna, vonandi og kannski að verða að einhverju smá gagni í Baráttunni. Góðar stundir, og verið góð við hvort annað.