Aðalfundur - Kynning á frambjóðendum og fundargögn

Kynning á frambjóðendum

Anna Sif Ingimarsdóttir

Ég er þriggja barna móðir, listakona og garðyrkjufræðingur

Haustið 2019 lést eiginmaður minn í sjálfsvígi eftir stutt en erfið veikindi. Veikindi sem hafa verið vaxandi mein í okkar samfélagi og kallast útbruni í lífi og starfi. Því miður geta slík veikindi orðið mjög alvarleg og óafturkræf. Við erum öll í áhættuhópi, samfélagsleg staða og okkar eigin fordómar ráða engu þar um. Ég hef áhuga á að ná til þess stóra hóps sem ég og maðurinn minn tilheyrðum, hópinn sem vill gleypa lífið á einu bretti til að ná á toppinn, hópinn sem telja geðrænan vanda fjarlægan eins og fjöllin blá.

Reynsla mín af því að leita hjálpar til heilbrigðiskerfisins er þó nokkur og afar misjöfn. Þar er virkilega þörf á úrbótum til þess að við sem glímum á einhverjum tímapunkti við geðrænan vanda getum hugsað okkur að leita eftir aðstoðinni án þess að mæta fordómum eða háu flækjustigi.
Við erum öll með GEÐ!

Ólafur Stefánsson

Family guy (eiginkona og 3 börn)
BA i Humanities frá Open University
‘92-2013’ atvinnumaður og landsliðsmaður í handbolta. 2013-14. Þjálfari Vals.
2014 – CEO Rísóm ehf (Keywe)
2016 – Sagnaþulur í skólum
2014 – Fyrirlesari
2018 – Leiðari karlakakónámskeiða
2018 – Rithöfundur (Gleymna óskin)
2015 – Shamanlærlingur í fjarnámi frá Perú
2021 – Enn óformlegur hluthafi í Trampólín ehf.

Sigga Ólafsdóttir

Ég er 30 ára Vesturbæingur og starfa sem meðferðarráðgjafi á Stuðlum. Ég hef brennandi áhuga á málefnum barna og ungs fólks sem samfélagið hefur ýtt til hliðar. Ég hef starfað í félagsmiðstöðvum og í skapandi geiranum með listamönnum og að ýmsum framleiðslu verkefnum. Ég er orkumikil og elska að halda mörgum boltum á lofti í einu. Mig langar að taka þátt í starfinu hjá Geðhjálp og vonandi vera með í að breyta samfélaginu til hins betra.

Sigrún Sigurðardóttir

Ég heiti Sigrún Sigurðardóttir, er fædd og uppalin á Ísafirði. Ég hef starfað m.a. sem lögregluþjónn, hjúkrunarfræðingur, aðstoðarrektor við Kvikmyndaskóla Íslands og jógakennari. Síðustu ár hef ég starfað sem dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Ég er með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði og fjalla rannsóknir mínar um áhrif ofbeldis í æsku á líf og heilsu á fullorðinsárum. Ég hef ég m.a. haft yfirumsjón og skipulagt námskeið á meistarastigi um Sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðaða nálgun.

Ég hef komið að ýmsum félagasamtökum, sem stofnandi, verið stjórn, fagráði eða unnið með eins og í Gæfusporum - þverfaglegu meðferðarúrræði fyrir þolendur ofbeldis í æsku, Rannsóknarmiðstöðvar gegn ofbeldi við HA, Bergið headspace - úrræði fyrir ungt fólk, Bjarmahlíð - miðstöð fyrir þolendur ofbeldis og Múrar brotnir - listsköpun og úrvinnsla fyrir fanga og Krabbameinsfélagið Sigurvon á Ísafirði.

Ég býð mig fram til stjórn Geðhjálpar því ég hef alla tíð brunnið fyrir málefnum tengdum geðheilbrigði. Í starfi mínu sem lögreglukona og hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu og geðdeildum hef ég öðlast dýrmæta reynslu varðandi geðrænar áskoranir. Mitt áhugasvið er sérstaklega tengt ungu fólki og geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni, sem lengi hefur verið ábótavant.

Stefán Gauti Úlfur Stefaníuson


Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram