Aðalfundur Landssamtaka Geðhjálpar var haldinn laugardaginn 13. mars. Nýr formaður og ný stjórn voru kosin. Einar Þór Jónsson tók við formennsku af Hrannari Jónssyni sem gegnt hafði stöðunni í sex ár. Var Hrannari þakkað fyrir sitt góða og óeigingjarna starf.
Í stjórn Geðhjálpar sitja nú: Bergþór Böðvarsson, Sylviane Lecoultre, Áslaug Inga Kristinsdóttir, Garðar Sölvi Helgason, Héðinn Unnsteinsson, Silja Björk Björnsdóttir, Halldór Auðar Svansson og Ágúst Kristján Steinarsson.
Í varastjórn eru: Einar Kvaran, Sigríður Gísladóttur, Ragnheiður H. B. Hafsteinsdóttir og Halldóra Pálsdóttir.