10. maí 2021

Aðalfundur Geðhjálpar 2021

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar fór fram laugardaginn 8. maí sl. í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársskýrsla (ýtið hér fyrir pdf-útgáfu) og reikningar (ýtið hér fyrir pdf-útgáfu) samtakanna voru lögð fram til kynningar og staðfestingar.  Niðurstaða rekstrar samtakanna árið 2020 var rúmlega 15 m.kr. hagnaður.

Í stjórn samtakanna voru kjörin ný í stjórn til tveggja ára þau Sigríður Ólafsdóttir, Ólafur Stefánsson og Sigrún Sigurðardóttir. Í varastjórn í eitt ár voru kjörin þau Anna Sif Ingimarsdóttir og Stefán Gauti Úlfur Stefaníuson.  Aðrir í stjórn eru Héðinn Unnsteinsson formaður, Elín Ebba Ásmundsdóttir varaformaður, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Hlynur Jónasson og Kristinn Tryggvi Gunnarsson. Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar verður fimmtudaginn 20. maí nk. og mun stjórn þar skipta með sér verkum.

Þrjú gengu úr stjórn á fundinum en það voru þau Halldór Auðar Svansson, Silja Björk Björnsdóttir og Einar Kvaran. Var þeim þakkað fyrir óeigingjarnt og gott starf fyrir samtökin.

Skoðunarmenn reikninga voru kjörnir til eins árs en það eru þeir Guðlaugur Ellertsson og Ingólfur H. Ingólfsson.

Á fundinum var samþykkt að breyta 8. gr. laga samtakanna er varðar fjölda stjórnarmanna. Aðalmenn frá og með næsta aðalfundi samtakanna (2022) verða sex auk formanns og varamenn tveir. Hljóðar greinin svona eftir breytingu:

„Stjórn félagsins er skipuð 6 einstaklingum auk formanns og skulu þeir kosnir á aðalfundi. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn. Meðstjórnendur skulu kosnir 3 í einu til tveggja ára og ganga árlega 3 úr stjórninni á víxl. Einnig skal kjósa 2 varamenn í stjórn til eins árs og 2 skoðunarmenn til eins árs. Ef aðalmenn hverfa úr stjórn skulu varamenn taka sæti þeirra í samræmi við atkvæðamagn að baki hverjum þeirra í kosningu á aðalfundi. Enginn skal sitja lengur samfellt í stjórn landssamtakanna Geðhjálpar en í 6 ár.“ Á aðalfundinum var skipulagsskrá Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samþykkt en nánar verður gert grein fyrir sjóðnum í lok maímánaðar.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram