3. mars 2023

Aðalfundur Geðhjálpar 2023

Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í Bragganum í Nauthólsvík, fimmtudaginn 30. mars kl. 17.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Framboð til formanns og stjórnar skulu berast skrifstofu samtakanna eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars kl. 16:00. Kosinn verður nýr formaður, tveir aðalmenn til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.

Tillögur um lagabreytingar skulu berast til stjórnar eigi síðar en fimmtudaginn 16. mars kl. 16:00.

Félagar geta orðið allir þeir einstaklingar sem áhuga hafa á og styðja vilja tilgang landssamtakanna Geðhjálpar. Kjörgengir eru þeir sem a) gerðust félagar eða styrktarfélagar fyrir 1. mars 2023 b) greitt hafa félagsgjöld eða sem samsvarar einni mánaðarlegri greiðslu sem styrktarfélagi á árinu 2023.

Fastir dagskrárliðir aðalfundar eru þessir:

1. Tillögur um framboð til formennsku og stjórnar kynntar.
2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári.
3. Skýrsla gjaldkera og staðfesting reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár.
4. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs.
5. Tillögur til lagabreytinga.
6. Kosning formanns.
7. Kosning annarra stjórnarmanna og skoðunarmanna.
8. Önnur mál.

Virðingarfyllst,
stjórn Geðhjálpar

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram