31. mars 2023

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar 2023

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 30. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.

Héðinn Unnsteinsson lét af störfum sem formaður samtakanna en hann gegndi formennsku sl. þrjú ár en var þar á undan varaformaður í eitt ár og stjórnarmaður í samtals sjö ár. Á fundinum var Héðni þakkað ómetanlegt framlag sitt til Geðhjálpar sl. ár.

Nýr formaður var kjörinn til næstu tveggja ára en tvær voru í kjöri þær Guðrún Þórsdóttir og Sigríður Gísladóttir. Fór það svo að Sigríður var kjörinn formaður samtakanna.

Kosningu í aðalstjórn til næstu tveggja ára hlutu þær: Elín Atim og Sigrún Sigurðardóttir. Í varastjórn næsta árið sitja þær: Guðrún Þórsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Í stjórn voru fyrir þau: Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Sveinn Rúnar Hauksson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Sigmar Þór Ármannsson.

Meðfylgjandi er ársskýrsla samtakanna og ársreikningur ásamt myndum af nýkjörinni stjórn auk mynda frá aðalfundinum.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram