Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 21. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Sigríður Gísladóttir lét af störfum sem formaður samtakanna en hún gegndi formennsku síðastliðið ár. Sigríður hafði áður setið í tvö ár í stjórn samtakanna en á fundinum var henni þakkað mikilvægt framlag sitt til Geðhjálpar sl. ár.
Nýr formaður var kjörinn til næstu tveggja ára en tvær voru í kjöri þær Guðrún Þórsdóttir og Svava Arnardóttir. Fór það svo að Svava var kjörinn formaður samtakanna.
Kosningu í aðalstjórn til næstu tveggja ára hlutu þau: Elín Ebba Ásmundsdóttir, Guðrún Þórsdóttir, Sigmar Þór Ármannsson og Sigurborg Sveinsdóttir. Í varastjórn næsta árið sitja þeir: Jón Ari Arason og Sveinn Rúnar Hauksson. Í stjórn voru fyrir þær: Elín Atim og Sigrún Sigurðardóttir.
Meðfylgjandi er ársskýrsla samtakanna og ársreikningur ásamt myndum frá aðalfundinum.