Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn 23. apríl sl. á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður var kjörinn, til næstu tveggja ára, Héðinn Unnsteinsson.
Kosningu hlutu í aðalstjórn þau: Elín Ebba Ásmundsdóttir, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Sigmar Þór Ármannsson og Sveinn Rúnar Hauksson. Í varastjórn hlutu kosningu: Elín Atim og Guðrún Þórsdóttir. Í stjórn voru fyrir þær Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir. Á meðfylgjandi mynd er nýkjörin stjórn og varastjórn. Á myndina vantar Kristinn Tryggva Gunnarsson og Elínu Ebbu Ásmundsdóttur.
Á fundinum var jafnframt samþykkt tillaga fráfarandi stjórnar um að greiða 80 m.kr. inn á höfuðstól Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.
Meðfylgjandi eru ársskýrsla samtakanna og ársreikningur.