Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Fyrsta fræðsluerindi vetrarins var haldið 19. september þar sem Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallaði um áföll.
Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallaði um áföll, afleiðingar þeirra og mismunandi heildrænar leiðir til úrvinnslu og samþættar (e. integrative) meðferðir. Hún sagði einnig frá ACE-spurningalistanum (e. Adverse Childhood Experience), þar sem spurt er um erfiða upplifun í æsku og mikilvægi hans í starfi fagfólks.
Sigrún er fædd og uppalin á Ísafirði en hún hefur m.a. starfað sem lögregluþjónn, hjúkrunarfræðingur, aðstoðarrektor við Kvikmyndaskóla Íslands og sem jógakennari. Sigrún er með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði og fjalla rannsóknir hennar um áhrif ofbeldis í æsku á líf og heilsu á fullorðinsárum. Hún hefur m.a. haft yfirumsjón og skipulagt námskeið á meistarastigi um sálræn áföll, ofbeldi og áfallamiðaða nálgun.