30. nóvember 2022

Áföll, EMDR og listmeðferð – Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Að þessu sinni var fræðsluerindið táknmálstúlkað.

Um fræðsluerindið

Þriðja fræðsluerindi vetrarins fór fram 29. nóvember þar sem Rósa Richter fjallaði um áföll, hvað veldur þeim, afleiðingar þeirra og hvernig er hægt að öðlast bata eftir þau. Hún lýsti EMDR áfallameðferð, uppruna meðferðarinnar og árangri hennar.

Rósa lýsti einnig EMDR meðferð fyrir hópa og hvernig listmeðferð er vafið saman við EMDR meðferð í hópvinnu. Rósa kenndi virka aðferð til að draga úr bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram