19. október 2021

Áhugaverðar og fróðlegar bækur & hlaðvörp

Bækur

How To Change Your Mind: What the New Science of Psychedelics Teaches Us About Consciousness, Dying, Addiction, Depression, and Transcendence

Höfundur: Michael Pollan

Einstök blanda af vísindum, frásögnum, ferðaskrifum og læknisfræði. Helsta viðfangsefni Pollan eru ekki bara hugvíkkandi efni heldur einnig hin eilífa ráðgáta um meðvitundina og hvernig við getum gert okkar besta til að vera að fullu til staðar og finna merkingu í okkar lífi.

Dopamine Nation: Finding Balance in the Age of Indulgence

Höfundur: Anne Lembke

Bókin fjallar um það hvernig finna eigi jafnvægið milli ánægju og sársauka í heimi tækninnar þar sem snjalltækin færa okkur stafrænt dópamín allan sólarhringinn. Lembke skilgreinir nýlegar uppgötvanir sem varpa ljósi á það hvers vegna miskunnarlaus leit að ánægju leiði oft til sársauka og hvert leyndarmálið á bak við jafnvægið sé.

A Really Good Day: How Microdosing Made a Mega Difference in My Mood, My Marriage, and My Life

Höfundur: Ayelet Waldman

Sönn saga þekkts rithöfundar sem leitar ýmissa leiða til að kljást við skapsveiflur og finnur lausn í örskömmtum af LSD. Heillandi frásögn sem veitir innsýn í fjölskyldulífið, ástarsambandið og ferðalagið sem hefst með fyrsta skammti af þessu forboðna efni.

The Psychedelic Explorer’s Guide: Safe, Therapeutic, and Sacred Journeys

Höfundur: James Fadiman

Fadiman er einn fremsti brautryðjandi í rannsóknum á notkun hugvíkkandi efna til meðferða og sjálfsuppgötvunar. Bókin er eins konar handbók sem er sett upp á skýran og skilmerkilegan hátt og er ætlað að leiðrétta þær staðhæfingar sem lifa í samfélaginu hvað varðar notkun þessara efna.

Waking the Tiger: Healing Trauma

Höfundur: Peter A. Levine

Bókin veitir okkur nýja sýn á áföll og hvernig við sem manneskjur vinnum úr þeim. Hvers vegna upplifa frumskógardýr síður áföll þrátt fyrir daglegar ógnir? Með því að skilja dýnamíkina sem gerir villt dýr hálfónæm fyrir áföllum, þá kemur leyndardómurinn um áföll í ljós. Waking the Tiger normaliserar einkenni áfalla og þau skref sem þarf að taka til að vinna úr þeim.

Scattered Minds: The Origins and Healing of Attention Deficit Disorder

Höfundur: Gabor Maté

Maté er læknir sem sérhæfir sig í taugalækningum og geðlækningum og er sjálfur með ADD. Scattered minds er góð lesning fyrir foreldra og alla þá sem hafa áhuga á því hvernig reynsla og upplifanir á barnsaldri móta hugann.

Hlaðvörp

The Guardian Audio: Today in Focus

Þar má meðal annars hlusta á þátt frá 13. september um vitundarvíkkandi efni við meðferð: Ecstasy, LSD og sveppi: eru þessi efni framtíð meðferða?

Slóð: theguardian.com/podcasts

Mental

Breskt hlaðvarp sem miðar að því að draga úr fordómum, mismunun og stimplun þegar kemur að geðheilsu. Við erum öll með geð og erum öll á rófinu.

Slóð: mentalpodcast.co.uk

The Ultimate Health Podcast

Hlaðvarp þar sem Marni Wasserman og Jesse Chappus ræða við helstu sérfræðinga í heiminum á sviði heilsu og lífsstíls. Þarna má nálgast þætti um næringu, hugleiðslu, sjálfshjálp, andleg ferðalög, hreyfingu og margt fleira.

Slóð: ultimatehealthpodcast.com

Hamiltons Pharmacopeia

Í þessu hlaðvarpi sem er á ViceTV má meðal annars finna þætti eins og Magic Mushrooms
in Mexico og Ultra LSD sem fjalla um vitundarvíkkandi efni við meðferð við geðrænum áskorunum.

Slóð: vicetv.com/en_us/show/hamiltons-pharmacopeia

The Anxiety Slayer

Hlaðvarp sem er ætlað, eins og heitið ber með sér, að hjálpa hlustandanum að losna við kvíða. Þetta er með elstu hlaðvörpum en það er að hefja sitt þrettánda ár í loftinu. Þarna má því finna mörg hundruð þætti.

Slóð: anxietyslayer.com

Terrible Thanks for Asking

Hvers vegna svörum við oftast „Mér líður vel“ þegar við erum spurð „Hvernig hefurðu það?“ Terrible thanks for asking er hlaðvarp um gagnstæða, það er viðmælendur segja Noru Mclerny hvernig þeim raunverulega líður. Stundum er hlaðvarpið skemmtilegt, stundum sorglegt en oft hvorutveggja.

Slóð: ttfa.org

Mynd: Unsplash.com

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram