Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur en erindin eru haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið er upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.
Fimmta fræðsluerindi vetrarins fór fram 21. febrúar þar sem Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi á Geðsviði LSH fjallaði um atvinnuþátttöku og virkni en erindið hans var táknmálstúlkað.
Atvinnuþátttaka og virkni: Fræðsla um vinnumarkaðinn, fjölgun hlutastarfa og hvernig berum við okkur að
Hlynur Jónsson hefur mikinn áhuga á því að stuðla að aukinni þátttöku í atvinnulífinu en hann hefur starfað við atvinnuráðgjöf með Geðsviði LSH eftir IPS hugmyndafræðinni í sex ár, auk þess sem hann hefur síðastliðin ár starfað við innleiðingu þessarar hugmyndafræði hjá Velferðarsviði Reykjavíkur fyrir mun breiðari hóp.