Geðhjálp fundar með forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra

Geðhjálp átti góðan fund með forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sl. föstudag. Á dagskrá fundarins voru geðheilbrigðismál með sérstaka áherslu á hugmyndafræði og áhyggjur Geðhjálpar af nauðung og þvingunum gagnvart notendum geðheilbrigðiskerfisins.

Geðhjálp fór yfir 9 aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang hvar m.a. er lagt til að stofnað verði geðráð, Ísland verði gert þvingunarlaust land í tilraunarskyni til þriggja ára og að hafist verði handa um byggingu nýrra geðdeilda auk þess sem hygmyndafræði meðferðar verði endurskoðuð.Einnig var rætt um fyrirhugaða rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda.

Á meðfylgjandi mynd eru þau Héðinn Unnsteinsson, Katrín Jakobsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Sveinn Rúnar Hauksson og Elín Ebba Ásmundsdóttir.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram