18. október 2023

Bataskóli Íslands: Þróun og starfsemi – Helga Arnardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Kristján Örn Friðjónsson

Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.

Annað fræðsluerindi vetrarins var haldið 17. október þegar Helga Arnardóttir, verkefnastjóri Bataskólans, Sigrún Sigurðardóttir, starfsmaður og jafningjafræðari hjá Bataskólanum og Kristján Örn Friðjónsson, jafningjafræðari og fyrrum nemandi hjá Bataskólanum sögðu frá starfsemi skólans.

Um fræðsluerindið

Bataskólinn byggir á svo kallaðri batahugmyndafræði og eru sambærilegir skólar (e. recovery college) starfræktir víða um heim. Fyrstu bataskólarnir voru stofnaðir í Bandaríkjunum í kringum 1990 og á næstu áratugum voru sambærilegir skólar stofnaðir víða um heim, en Bataskóli Íslands er byggður upp af fyrirmynd Nottingham Recovery College og er starfræktur í samstarfi við hann. Kristján Örn Friðjónsson sagði frá reynslu sinni sem fyrrum nemandi og núverandi jafningjafræðari hjá skólanum.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram