20. mars 2024

Bati góðgerðarfélag kynnir Batahús og Breathwork öndunartækni

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.

Fimmta fræðsluerindi vetrarins var haldið 19. mars þar sem Agnar Bragason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðumenn Batahúsanna, og Theódór Gunnar Smith öndunarleiðbeinandi héldu erindi um Batahús og breathwork öndunartækni.

Um fræðsluerindið

Tilgangur Bata er að aðstoða þau sem hafa þurft að sæta réttargæslu við að komast út í samfélagið að nýju að lokinni afplánun með fræðslu, útvegun atvinnu og húsaskjóli. Bati rekur tvö Batahús, annað fyrir karla og hitt fyrir konur. Batahúsin er einstaklingsmiðað bataúrræði við enda afplánunar, unnið er með einstaklingum á jafningjagrundvelli út frá hugmyndum um áfallamiðaða nálgun.

Eitt af megin markmiðum Batahúsanna er að skapa aðstæður þannig að einstaklingur geti beint sjónum sínum frá neyslu og afbrotum og að sjálfsstyrkingu, vinnu, námi og samfélagslegri virkni. Aðstæður eru skapaðar með virðingu og kærleik að leiðarljósi.

Öndunartækni (e. Breathwork) er sérsmíðuð til að vinna úr áföllum, sleppa tökunum á fortíðinni, fyrirgefa sjálfum okkur og öðrum. Eftir 15 mín af öndun erum við komin í dáleiðslu ástand þar sem við erum eins og svampar fyrir nýjum hugmyndum og höfum aðgang að undirmeðvitundinni þar sem margt sem við höfum byrgt inni í okkur leynist.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram