6. janúar 2017

Bingó með Ingó!

Við lofum ekki ferð til Bahama…

Hins vegar lofum við glimrandi skemmtun og spennandi vinningum eins og úttektum í verslunum/veitingahúsum, bókum, kvikmyndum, málverkum og mörgu, mörgu öðru í Stórbingói Geðhjálpar í Borgartúni 30 þann 17. janúar.

Bingóstjóri verður enginn annar en hinn þekkti tónlistamaður, fótboltamaður og „múltítalent“ Ingó (án Veðurguðanna) og hver veit nema hann slái á létta strengi með suðrænu ívafi.

Bingóið hefst kl. 19.30 og stendur yfir til kl. 22.00.

Hvert bingóspjald kostar 300 kr., tvö kosta 500 kr.

Drykkir & nammi í boði hússins!

Missið ekki af þessu!

Gedhjalp logo stort
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram