Hins vegar lofum við glimrandi skemmtun og spennandi vinningum eins og úttektum í verslunum/veitingahúsum, bókum, kvikmyndum, málverkum og mörgu, mörgu öðru í Stórbingói Geðhjálpar í Borgartúni 30 þann 17. janúar.
Bingóstjóri verður enginn annar en hinn þekkti tónlistamaður, fótboltamaður og „múltítalent“ Ingó (án Veðurguðanna) og hver veit nema hann slái á létta strengi með suðrænu ívafi.
Bingóið hefst kl. 19.30 og stendur yfir til kl. 22.00.
Hvert bingóspjald kostar 300 kr., tvö kosta 500 kr.