Ert þú að hlaupa fyrir Geðhjálp eða Útmeð'a forvarnarverkefni Geðhjálpar og Hjálparsímans í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 20. ágúst? Ef svo er viljum við hvetja þig til að sækja þér bol merktan félaginu eða forvarnarverkefninu á skrifstofu Geðhjálpar í Borgartúni 30 fyrir hlaupið. Bolunum er úthlutað ókeypis til hlaupara á meðan birgðir endast á skrifstofunni mill kl. 9 og 15 alla virka daga. Allt áhugafólk um bætt geðheilbrigði er hvatt til að heita á hlauparana og hvetja þá áfram á hvatningarstöð Geðhjálpar og Útmeð'a á Vegamótum, mótum Seltjarnarness og Reykjavíkur, á meðan á hlaupinu stendur.
Áfram Geðhjálp og Útmeða!