29. mars 2023

Börn foreldra með geðrænan vanda – Okkar heimur

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur en erindin eru haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið er upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum.

Sjötta fræðsluerindi vetrarins fór fram 28. mars þar sem Sigríður Gísladóttir framkvæmdastjóri og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi fjölluðu um börn foreldra með geðrænan vanda en erindið var táknmálstúlkað.

Um erindið

Okkar heimur starfar í þágu barna sem eiga foreldra með geðvanda. Í erindinu var farið yfir stöðu þessa hóps hér á landi, neikvæð áhrif, verndandi þætti auk þess starfsemi Okkar heims var kynnt.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram