9. nóvember 2017

Barnageðheilbrigðisráðstefnan Börnin Okkar!

,,Ekkert verkefni er verðugra en að búa börnunum okkar og foreldrum þeirra styðjandi, uppbyggilegt samfélag vonar og verndar“ sagði Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar í ræðu sinni á ráðstefnunni Börnin okkar! sem haldin var 17. október síðastliðinn.

Þessi orð voru leiðarstef ráðstefnunnar þar sem fjallað var um geðheilbrigðisþjónustu við börn og ungmenni út frá mörgum sjónarhornum.  21 fyrirlesari gaf sér tíma til að undirbúa og flytja erindi á ráðstefnunni og þrjú ungmenni sögðu frá reynslu sinni af því að veikjast á geði og frá þeirri þjónustu sem þeim stóð til boða.

Gestir ráðstefnunnar voru flestir fólk sem vinnur með börnum og ungmennum. Bekkurinn var þéttsetinn og komust færri að en vildu því málefnið er afar brýnt og það vita þau sem vinna með börnum og unglingum.

Ráðstefnan var ekki stakur viðburður sem líður hjá og gleymist heldur skref í áttina að því að bæta til muna þjónustu við börn og ungmenni sem glíma við geðsjúkdóma.  Nú þegar hefur Geðhjálp dregið niðurstöður ráðstefnunnar saman í lista yfir 10 forgangsverkefni og verður hann afhentur verðandi heilbrigðis- og velferðarráðherra við fyrsta tækifæri.

Fyrirlestrarnir eru nú allir aðgengilegir á netinu bæði í gegnum heimasíðu Geðhjálpar og á Youtube. (Hlekkirnir eru hér fyrir framan.)

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram