G vítamín á þorranum

Það styttist í þorrann og eins og undanfarin ár standa landssamtökin Geðhjálp fyrir geðræktarátakinu G-vítamín á þorranum með það að markmiði að setja geðrækt á oddinn og árétta mikilvægi hennar hvern dag. Í ár er leitað til upprunans og G-vítamínin sett í geðræktardagatal sem stendur á borði.

Dagatalið er komið í sölu í völdum verslunum Krónunnar um land allt og á gvitamin.is. Í völdum dagatölum eru geðræktandi glaðningar sem fyrst og fremst er ætlað að auka æskileg áhrif dagatalsins sem eru að leggja stund á geðrækt daglega.

Allur ágóði af sölu dagatalsins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði landsmanna og auka skilning á geðheilsu og geðrænum vanda.

Markmiðið dagatalsins er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu.

Á hverjum degi dagatalsins er einn skammtur og daglega birtast góð ráð á gvitamin.is, Facebook og Instagram. Einnig er hægt að skrá sig og fá daglega ráðlagðan G-vítamín skammt í tölvupósti þátttakendum að kostnaðarlausu.

G-vítamínið er byggt á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur. Sjá nánar á landlaeknir.is og hedinn.org/lifsordin14

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram