Hrannar Jónsson, núverandi formaður Geðhjálpar, býður sig fram til endurkjörs í embætti formanns á aðalfundi Geðhjálpar laugardaginn 18. mars frá kl. 14 til 16. Hrannar er einn í kjöri til formanns samtakanna á fundinum. Félagar í Geðhjálp eru hvattir til að mæta og nýta sér atkvæðisrétt sinn. Allir skuldlausir félagar í Geðhjálp eru kosningabærir á fundinum.