Geðraskanir eru raskanir á geðheilbrigði. Þær eru algengar og hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda. Meðferð, hugmyndafræði og viðhorf til geðraskana tengjast menningu og aðstæðum hverju sinni.
Allir geta þjást af geðröskunum og geðrænum kvillum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) telur að 22-24% íbúa vestrænna landa þjáist af geðheilbrigðisvanda einhvern tíma á ævinni. Ef þessar tölur eru umorðaðar og heimfærðar upp á Íslendinga þá mun fjórði til fimmti hver einstaklingur upplifa geðröskun á lífsleiðinni. Geðraskanir hafa víðtæk áhrif á allt samfélagið. Ætla má að þær kosti íslensku þjóðina um 30 milljarða á ári hverju ásamt því að höggva skörð í mannauð hennar. Hér eru ónefnd þau áhrif sem geðröskun einstaklings hefur á umhverfi sitt, ekki síst á aðstandendur sem oft gleymast í umræðunni.
Eftirfarandi einkenni geta komið fram hjá þeim sem þjást af geðröskunum og hjá þeim sem upplifa erfiðleika:
Með því að leita sér aðstoðar, meðferðar, eru góðar líkur á að hægt sé að ná verulega bættri líðan. Þær meðferðir sem boðið er upp á í dag eru almennt árangursríkar og batahorfur góðar.