ACE-spurningalistinn

Erfið reynsla í uppvexti – Adverse Childhood Experiences (ACEs)

Hér á eftir fer ACE-spurningalistinn. Hann felur í sér 12 spurningar um áföll og erfiða reynslu á jafn mörgum sviðum á fyrstu 18 æviárum þínum.

Geðrænn vandi

 1. Bjó einhver á heimili þínu sem þjáðist af þunglyndi, öðrum geðrænum vandamálum eða sjálfsvígshugleiðingum?

Fíknivandi

 1. Bjó einhver á heimili þínu sem átti við áfengisvandamál að stríða, var alkóhólisti, misnotaði lyf eða fíkniefni?

Fangelsisvistun

 1. Bjó einhver á heimili þínu sem fór einhvern tímann í gæsluvarðhald eða fangelsi?

Skilnaður foreldra

 1. Slitu foreldrar þínir einhvern tímann samvistum eða skildu?

Heimilisofbeldi

 1. Sást þú eða heyrðir þú foreldri eða heimilismeðlim vera sleginn, kýldan, sparkað í eða verða fyrir öðrum barsmíðum á heimili þínu?

Líkamlegt ofbeldi

 1. Flengdi, sló, sparkaði, kýldi eða lamdi foreldri, forráðamaður eða annar heimilismeðlimur þig?

Tilfinningalegt ofbeldi

 1. Varstu móðgaður, niðurlægður, var öskrað eða æpt á þig eða þér blótað af foreldri, forráðamanni eða öðrum heimilismeðlimi?

Líkamleg vanræksla

 1. Vanræktu foreldrar þínir í langan tíma að sjá þér fyrir fullnægjandi mat og drykk, hreinum fatnaði eða hreinu og hlýju húsnæði? Voru foreldrar þínir einhvern tímann það drukknir eða undir áhrifum vímuefna að þeir gátu ekki sinnt þér/hugsað um þig?

Tilfinningaleg vanræksla

 1. Fannst þér oft eða mjög oft að enginn í fjölskyldu þinni elskaði þig eða fannst að þú værir mikilvæg(ur) eða einstök/einstakur? Eða að fjölskyldumeðlimir í fjölskyldunni þinni pössuðu ekki upp á hvern annan, væru ekki nánir hver öðrum eða studdu hvern annan?

Kynferðisleg misnotkun

 1. Snerti einhver þig á kynferðislegan hátt þegar þú vildir ekki að hann/hún gerði það? Reyndi einhver að láta þig snerta sig kynferðislega þegar þú vildir ekki að hann/hún gerði það? Reyndi einhver að þvinga þig til maka (munnmaka, endaþarmsmaka eða kynmaka) þegar þú vildir ekki að hann/hún gerði það?

Ofbeldi jafningja

 1. Varstu fyrir einelti/ofbeldi frá jafningja/jafningjum? Lamin/n, sparkað í, læst/ur inni, gert grín að vegna kynþáttar, trúarbragða eða litarhafts, gert grín að með kynferðislegum bröndurum, athugasemdum eða látbragði, skilin/n útundan, útilokuð/útilokaður eða algjörlega hundsuð/hundsaður, gert grín af vegna útlits eða líkamsástands eða lögð/lagður í einelti á annan hátt?

Tenging við stríðsástand, kynþáttamisrétti, hryðjuverk eða skipulagða glæpastarfsemi

 1. Varstu neydd/ur til að fara/flýja og búa annars staðar? Varstu barin/n af stríðsmönnum, lögreglu, hermönnum eða gengjum? Var fjölskyldumeðlimur drepinn eða barinn af lögreglu, hermönnum eða gengjum?

Spurningunni er svarað játandi ef eitthvað af ofangreindu gerðist einu sinni eða oftar.

Þessi ACE spurningarlisti er endurunninn upp úr ACE spurningalista Geðhjálpar og ACE-IQ spurningalista Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar en sá listi var þróaður upp úr ACE spurningalista Feilitti og félaga. Listinn er aðlagaður að íslenskum aðstæðum og var unninn af Stellu Hjaltadóttur, meistaranema við HA þann 1. nóvember 2021.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram