Hjálp frá aðstandendum

Alvarleg veikindi hafa alltaf áhrif á fjölskyldu, vini og kunningja. Fjölskylda sjúklings kann að upplifa minnimáttarkennd, vanmátt og skömm gagnvart öðru fólki, jafnvel höfnunartilfinningu. Sjúkdómurinn veldur auknu álagi á heimilislífið og auknum áhyggjum. Þetta ásamt mörgu öðru er ástæða þess að fjölskylda sjúklingsins ætti að leita sér faglegrar hjálpar til þess að skilja betur eðli og hegðun sjúkdómsins. Sú hjálp auðveldar glímuna við sjúkdóminn og afleiðingar hans.

Aðstandendur, haldið ykkur við raunveruleikann er þið leiðbeinið sjúklingi í veikindum. Eftir veikindin skuluð þið halda eins eðlilegum samskiptum og mögulegt er við sjúklinginn og forðast að vera stöðugt að minnast á veikindi hans. Fylgist með hvort sjúklingurinn fari eftir leiðbeiningum læknis. Nauðsynlegt er að hvetja hann til að fylgja meðferðinni. Látið lækni strax vita ef þið verðið vör við einhverjar alvarlegar skapsveiflur eða ójafnvægi í framkomu sjúklings. Það kann að benda til þess að sjúklingurinn sé að veikjast þrátt fyrir lyfjatöku.

Hvetjið sjúkling til að taka sér fyrir hendur viðfangsefni sem auðvelda honum að komast aftur inn í raunveruleikann. Hrósið sjúklingi að verðleikum og látið hann vita að ykkur er annt um hann. Það eykur sjálfstraust og sjálfsvirðingu en hvort tveggja getur verið í lágmarki eftir veikindi.

Komið fram við sjúkling af virðingu. Forðist að ásaka hann fyrir ástand hans. Bíðið með að ræða viðkvæm mál þar til sjúklingur hefur náð sér að fullu. Forðist umræður sem gætu dregið úr sjálfstrausti og sjálfsvirðingu sjúklings.

Stuðningur við einstakling með geðhvörf (Bipolar disorder).

Hvað er hægt að segja sem gæti hjálpað:

 • Þú ert ekki ein/n í þessu. Ég er til staðar fyrir þig.
 • Ég skil alvarleika veikinda þinna og að það er það sem veldur þessum hugsunum og tilfinningum.
 • Ég skil kannski ekki nákvæmlega hvernig þér líður en mér er ekki sama og vill hjálpa.
 • Þú ert mér mikilvæg/ur. Líf þitt er mér mikilvægt.

 

Önnur atriði sem þú getur gert til að hjálpa.

 • Fróðleikur. Lærðu allt sem þú getur um einkenni geðhvarfa og meðferðarúrræði. Því meira sem þú veist því betur í stakk búin ertu til að hjálpa þínum ástvini og halda hlutum í samhengi.
 • Hvettu einstaklinginn að leita sér hjálpar. Því fyrr sem einstaklingur með geðhvörf fær meðferð þá aukast líkur á bata, hvettu ástvin þinn til að leita aðstoðar sérfræðings strax. Ekki bíða og sjá hvort viðkomandi jafnar sig án meðferðar.
 • Vertu skilningsrík/ur. Láttu  vita að þú sért til staðar ef viðkomandi þarf á skilningi, hvatningu eða aðstoð að halda við meðferðina. Einstaklingar með geðhvörf eru oft tregir til að leita sér aðstoðar vegna þess að þeir vilja ekki vera byrði á öðrum.  Minntu því einstaklingin á að þér sé ekki sama og að þú gerir það sem þú getur til að hjálpa.
 • Vertu þolinmóð/ur. Að ná bata tekur tíma, jafnvel þegar einstaklingurinn hefur þegið meðferð og fylgir henni samviskusamlega. Ekki búast við snöggum bata eða varanlegri lækningu. Vertu þolinmóð/ur og búðu þig undir áföll og áskoranir, að takast á við geðhvörf er ævilangt ferli.

 

Punktar til að takast á við geðhvörf í fjölskyldunni.

 • Virtu mörk ástvinar þíns. Einstaklingar með geðhvörf  hafa oft á tíðum ekki stjórn á skapi sínu. Þeir geta ekki bara rifið sig upp úr þunglyndi eða náð tökum á þeim sjálfum meðan á oflæti stendur. Hvorki þunglyndi eða oflæti er hægt að yfirstíga með sjálfstjórnun, vilja eða rökstuðning.  Að segja einstaklingi að „hætta þessari geðveiki“ eða „líttu á björtu hliðarnar“ hjálpar ekki.
 • Virtu þín eigin mörk. Þú getur ekki bjargað einstaklingi með geðhvörf eða neytt einhvern til að taka ábyrgð á að ná bata. Þú getur boðið fram aðstoð þína en þegar öllu er á botninn hvolft er það í höndum hans að ná bata.
 • Minnkaðu streitu.  þú getur reynt að  finna leiðir til að minnka streitu í lífi ástvinar þíns. Spurðu hvernig þú getur aðstoðað eða hvort þú getir tekið að þér eitthvað af ábyrgðum einstaklingsins ef þörf er á. Mikilvægt er að koma reglu á svefnvenjur, matarvenjur og þessháttar  til að minnka streitu.
 • Samskipti. Að tala saman á  opinskáan og heiðarlegan máta er nauðsynlegt til að takast á við veikindi í fjölskyldum.  Deildu þínum áhyggjum á ástríkan máta, spurðu einstaklingin hvernig líðan hans sé og sýndu að þú ert að hlusta, jafnvel þó þú sért ekki sammála ástvini þínum eða getur ekki tengt við það sem viðkomandi er að segja.