Afmörkuð fælni er algengasta kvíðaröskunin en fæstir leita sér aðstoðar við. Rannsóknir benda til að 7-11% fólks fái hana einhvern tímann á ævinni en einungis 12-30% fólks leita sér aðstoðar vegna hennar. Árangur hugrænnar atferlismeðferðar er mjög góður og talið er auðvelt að beita henni gagnvart sértækri fælni. Konur eru í meirihluta þegar fælni er annars vegar en þó er munurinn mismikill eftir tegund fælni.

Það eru til nokkrir flokkar afmarkaðrar fælni (sjá upptalningu hér að neðan). Blóðfælni sker sig frá öðrum fælnitegundum að því leyti að þar gætir tilhneigingar til að falla í yfirlið eða komast nærri því að falla í yfirlið. Það er frekar algengt að fólk þjáist af fleiri en einni tegund fælni, ekki síst innan sama flokks.

Dýrafælni: Hundar, kettir, mýs, fuglar, snákar, skordýr o.fl.

Náttúru-, umhverfisfælni: Hæðir, myrkur, vatn, þrumuveður o.s.frv.

Aðstæðubundin fælni: Keyra, ferðast með lest, rútu eða flugvél, lokuð eða lítil rými eins og lyftur, lítil glugglaus herbergi, göng, fjölmennir staðir o.fl. hefst oft ekki fyrr en seint á unglingsártum og snemma á fullorðinsárum

Blóð-, sprautu-, slysafælni: Sjá blóð, horfa á skurðaðgerð, fá sprautu eða því um líkt

Önnur fælni: Allar aðrar tegundir fælni svo sem tengd því að kasta upp, kafna, ákveðin tónlist, mat o.fl.

Þegar fælni er annars vegar áttar fólk sig á því að óttinn er meiri en eðlilegt er og vandinn er farin að hafa veruleg áhrif  að há því verulega eða valda því miklum óþægindum til að það teljist vera með fælni.

aðstæður. Fólk kann að hafa orðið fyrir slæmri reynslu af því fyrirbæri sem um ræðir, orðið vitni af slæmri reynslu einhvers annars af fyrirbærinu eða óttinn lærst gegnum varnaðarorð annarra.