Stuðningur við einstakling með kvíða.

 • Fræðstu um kvíðasjúkdóma.
 • Reyndu að hvetja til meðferðar
 • Sýndu jákvæðan stuðning á heilbrigðri hegðun frekar en að gagnrýna ofsahræðslu, forðanir eða athafnir.
 • Mældu framfarir einstaklingsins ekki hvað einhverjir staðlar segja til um.
 • Aðstoðaðu að setja einhver raunveruleg markmið sem hægt er að ná.
 • Ekki reikna með að þú vitir hvað einstaklingurinn þarf. Spurðu hvernig þú getur hjálpað. Hlustaðu á svörin.
 • Viðurkenndu ef þú skilur ekki hvað það felur í sér að vera með kvíða eða fá kvíðaköst.
 • Reyndu að sjá hvenær sé best að sýna þarf að vera þolinmæði og hvenær sé best að beita þrýsting. Þetta er ákveðin áskorun og að ná jafnvægi á því er vinna.

 

Hjálpaðu sjálfum þér.

Það er nauðsunlegt (og ekki sjálfselska) fyrir einstaklinga sem eiga ástvin með kvíða af einhverjum toga að hugsa líka um sjálfan sig. Hér eru nokkur góð ráð.

 • Haltu áfram að sinna þínum áhugamálum til að komast frá daglegu amstri. Þú hefur meiri orku verður glaðari, heilbrigðari og betur undirbúin til að takast á við áskoranir. Ekki láta veikindi ástvinar heltaka þig.
 • Hafðu stuðningskerfi. Að eiga vini og ættingja til að tala við er mikilvægt. líka að veita þér aðstoð tilfinningalega, fjárhagslega eða með öðrum hætti þegar staðan er þannig er mikilvægt.
 • Settu mörk. Segðu ástvini þínum hvar þín takmörk liggja, hvort sem það er tilfinningalega fjárhagslega eða líkamlega.
 • Leitaðu faglegrar aðstoðar fyrir þig sjálfa/sjálfan ef þú þarft. Bataferlið er oft streituvaldandi fyrir ástvini þeirra sem kljást við kvíða. Þín heilsa er jafnmikilvæg og þeirra. Ef þú þarft að tala við einhvern eða ef þér líður eins og þú sjálfir sért farin að finna fyrir kvíða eða þunglyndi, hafðu þá samband við lækni eða hugleiddu að leita til sálfræðings.

 

Ekki segja: ,,Slappaðu nú af. Vertu róleg/ur. Ekki vera kvíðin/n. Þú hlýtur að geta gert/prófað þetta. Þú getur barist gegn þessu. Hvað eigum við að gera næst? Ekki láta eins og fífl. Þú verður að halda þetta út.Svona, engan roluskap”.