14. maí 2020

Framboð til formanns og stjórnar Geðhjálpar 2020-2021

Framboð til formanns Geðhjálpar

Smellið á myndinna til að fá hana í fullri stærð

Héðinn Unnsteinsson er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn er í dag starfandi sem ráðgjafi hjá Capacent. Héðinn starfaði í tíu ár í forsætisráðuneytinu þar sem hann sinnti m.a. Samhæfingu verkefna innan Stjórnarráðsins þ.á.m. samhæfingu stefna og áætlana. Héðinn var formaður stefnuráðs Stjórnarráðsins. Héðinn hefur sinnt stundakennslu við stjónmálafræði og félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands og viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst.

Héðinn hefur undanfarin 25 ár starfað að geðheilbrigðismálum bæði byggt á notendareynslu og sem sérfræðingur. Héðinn starfaði áður að geðheilbrigðismálum hjá heilbrigðisráðuneytinu og Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni (WHO). Héðinn átti frumkvæði að Geðræktarverkefninu og Geðorðunum 10. Héðinn skrifaði bókinna “Vertu úlfur” sem kom út hjá Forlaginu 2015 sem lýsir reynslu hans á geðhelbrigðiskerfinu. Héðinn sat í stjórn Geðhjálpar 2013-2015 og svo aftur frá 2019 sem varaformaður.Framboð til stjórnar Geðhjálpar 2020-2021Eftirtaldir hafa gefið kost á sér í 7 sæti Geðhjálpar. Kosning fer fram á aðalfundi samtakanna í Valsheimilinu Hlíðarenda (salur á 2. hæð) laugardaginn 16. maí kl. 14. Kosningarétt hafa félagar sem greitt hafa árgjald fyrir yfirstandandi ár eða eitt styrktarfélagsgjald á árinu. Framboðsfrestur er runninn út.

Smellið á myndirnar til að fá þær í fullri stærð

Ágústa Karla Ísleifsdóttir

Ég hef reynslu af að hafa notað þjónustu geðsviðs í tæpa tvo áratugi. Ég hef átt við alvarlegan geðsjúkdóm að stríða. Ég var fyrst greind með geðhvörf, fer í geðrof og þá breytist greiningin í geðklofa. Í gegnum allan þennan tíma stóð fjölskyldan þétt við bakið á mér og reyndi eftir fremsta megni að styðja mig í átt að bata. Þeim var .m.a. tjáð að ég ætti aldrei aftur afturkvæmt í samfélagið með tilheyrandi skorti á lífsgæðum.

Hér mörgum árum seinna stend ég keik, vinn sem notendafulltrúi í Hlutverkasetri og í Geðheilsu Heilsugæslunnar á Höfuðborgarsvæðinu. Ég finn að ég brenn fyrir því að aðstandendur verði gefin meiri gaumur, fái aðstoð og stuðning. Foreldrar mínir voru orðnir fullorðnir þegar ég veiktist og móðir mín hreinlega örmagnaðist, missti mátt, þvag og fékk hjartsláttartruflanir. Þegar ég hugsa um móður mína í þessum aðstæðum er ekki spurning í mínum huga að fjölskylda og/eða aðstandendur þurfa háværra rödd. Mig langar til að vera rödd þeirra og eyru með því að bjóða mig fram til stjórnarsetu í Geðhjálp.

Ég hef kannski ekki margar hugmyndir um hvað gæti hentað, en ég tel að með því að sitja fundi og hlusta á aðra stjórnarmeðlimi þá geti eitthvað klukknaverk hrokkið í gang, sem verður til þess að hugmyndir flæði. Þannig get ég lagt hönd á plóg og vona að ég fæai brautgengi til þess. Einar Þór Jónsson

Ég er þroskaþjálfi að mennt, með meistarapróf í lýðheilsu- og kennsluréttindum og hef lokið diplómanámi í jákvæðri sálfræði. Undafarin 10 ár hef ég gengt stöðu framkvæmdarstjóra HIV Íslands auk fjölmargra annara verkefna við kennslu, ráðgjöf og námskeiðishalds á sviði heilbrigðismála. Í gegnum árin hef ég gegnt ábyrgðarstöðum hjá félögum og þjónustustofnunum fyrir fólk með fötlun. Ég hef verið ötull talsmaður og verkefnastjóri í áratugi við ýmis mannréttinda- og heilbrigðismál hér á landi sem og erlendis. Síðastliðin ár hef ég setið í stjórn og jafnframt verið meðstjórnandi í framkvæmdarráði ÖBI. Ég hef átt sæti í stjórn Geðhjálpar undafarin 2 ár og síðastliðið ár verið formaður.

Um miðjan níunda áratuginn greindist ég með HIV, það var á þeim þungbæru tímum þegar alnæmisfaraldurinn var að breiðsast út. Sú reynsla mótaði mig til framtíðar og hefur gefið mér styrk og þekkingu til að takast á við viðkvæm og flókin málefni. Geðheilbrigðismál hafa jafnframt tengst lífi mínu bæði í leik og starfi, ég brenn fyrir málaflokkin. Í dag er mitt dýrmætasta verkefni í lífun að vera nánasti stuðningur mannsins míns sem er með Alzheimer. Tilvera mín hefur því mótast af baráttu fyrir hagsmunamálum, mannréttindum og bættum lífsskilyrðum viðkvæmra hópa sem eiga á hættu að færast á jaðar samfélgasins. Á þeim vettvangi hef ég átt gjöfult samstarf og eignast ómetanlega vini.

Með kærri kveðju, Elín Ebba Ásmundsdóttir

Í nær þrjá áratugi vann ég sem forstöðuiðjuþjálfi á geðheilbrigðissviði LSH. Ég hef skrifað greinar, haldið fyrir lestra, vinnustofur, námskeið sem tengjast geðrækt, geðheilbrigði og valdeflingu um allt land. Ég hef barist gegn fordómum og fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræðum.

Ég hef fóstrað, með beinum stuðningi og leiðsögn, ýmsar næyjungar sem hlotið hafa athygli, lof og viðurkenningar. Má þat nefna forvarnarverkefnið Geðrækt en tvær hugmyndanna þar komu út minni smiðju. “Geðorðin tíu” og “Geðræktarkassinn”. Hugarafl, baráttufélag fyrir breyttum áherslum og fjölbreyttara vali meðferðar. “Notandi spyr notanda - NsN” norsk rannsóknar-aððferðarfræði, þar sem notendur framkvæma gæðaeftirlit á þjónustu og gera tillögur um úrbætur.

Ég var lektor og síðan dósent við HA frá 1999 - 2017. Hlutverkasetur sem ég starfa nú hjá er byggð á notenda- og batarannsóknum sem var rannsóknarnálgun mín við HA. Ég tel mig eiga töluvert inni í að halda áfram baráttunni og býð mig fram til stjórnar Geðhjálpar með von um að nýtast í hennar vegferð til að bæta líf og þjónustu við fólk. Hlynur Jónasson

Ég hef mikinn áhuga að stuðla að aukinni þáttöku í atvinnulífinu ásamt því að tengja Geðhjálp betur við vinnumarkaðinn og samtökin innan hans.

Þá hef ég haft löngun til að sjá að starf og stðningur Geðhjálp sé fyrir alla sem glíma við geðrænan og félagslegan vanda og þannig nálgast breiðari hóp sem þarf stuðning.

Ég hef starfað við atvinnuráðgjöf með Geðsviði LSH eftir IPS hugmyndafræðinni í 6 ár. IPS er stuðnings og atvinnuráðgjöf og er hluti af úrræðum í snemmíhlutun við geðrofseinkennum og geðklofa. Seinast liðið (eða liðin) ár hef ég starfað við innleiðingu þessarar hugmyndafræði hjá Velferðarsvið Reykjavíkur en fyrir mun breiðari hóp. Þá hef ég einnig sinnt sjálboðaliðastarfi fyrir Hlutverkasetur.

Áhugamaður um tónlist, veiði, skíðamennsku og alla útivist. Leiðsögumaður í laxveiði á sumrin eins og tími gefst til. Kristinn Tyggvi Gunnarsson

Kristinn Tryggvi Gunnarsson er viðskiptastjóri hjá FranklinCovey og starfar við ráðgjöf og leiðtogaþjálfun. Kristinn lauk BS prófi í stjórnun og stefnumótun frá University of North Carolina og MBA próf frá University of Georgia.

Kristinn starfaði í 11 ár í bankakerfinu, lengst af sem útibússtjóri hjá Íslandsbanka og framkvæmdarstjhóri hjá SPRON. Hann hefur víðtæka stjórnunrareynslu og síðust 18 árin hefur hann starfað við stefnumótunar- og rekstrarráðgjöf. Hann hefur starfað með fjölmörgum af stærstu fyrirtækjum og stofnunum landsisn á sviði stefnumótunar, markaðs- og þjónustumála og leitt á fimmta tug stefnumótunarverkefna. Hann kennir viða Opna háskólann í HR og starfað sem stundakennari við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík um níu ára skeið, þar sem hann kennsi þjónustustjórnun, leiðtogafræði og breytingarstjórnun. Kristinn Tryggvi hefur á ferli sínum starfað í fjölda stjórna fyrirtækja, félaga og stofnana. Ragnheiður Ösp heiti ég og er 38 ára, búsett í Reykjavík.

Árið 2003 sótti ég minn fyrsta fund hjá sjálfshjálparhópi félagsfælinna hjá Geðhjálp sem í dag er almennur sjálfshjálparhópur fólks sem glímir við kvíða. Síðustu fjögur ár hef ég verið ábyrgðarmaður hópsins, ásamt Sveini Ólafssyni síðasta árið. Ég sat í stjórn Geðhjálpar sem ritari 2017-2018 og býð mig nú aftur fram.

Ég hef mikin áhuga á því að skoða áskoranir út frá einstaklinginum og trúi á einstaklingsmiðaðar meðferðir þar sem hver og einn fær að finna sína braut. Hvort sem emðferðin tengist hefbundnum lækningum eða ekki. Ég starfa sem jógakennari og hef sjálf leitað mér hjálpar í gegnum leiðir þar sem unnið er með líkama og huga sem eina heild, m.a. Í gegnum hreyfingu, öndun, skynjun, slökun og hugleiðslu. Eins er ég menntaður vöruhönnuður og hef starfað sjálfstætt við það síðustu 12 árin.

Ég hef verið óhrædd við það að tala opinskátt um mínar áskoranir og tel það nauðsynlegt til að brjóta niður skömm og fordóma. Með því að fræða og halda samtalinu gangandi, opnum við nýjar gáttir og möguleika fyrir fólk til að skilja betur hvað það gengur í genum og til að leita sér hjálpar. Ég heiti Sigríður Gísladóttir og starfa á Hringbraut 79, íbúðakjarna fyrir konur með geðfatlanir og fjölþættan vanda. Ég er einnig sjálboðaliði í Konukoti. Ég er þrítug og hef verið aðstandandi allt mitt líf. Þannig þekki ég bæði erfiðar og góðar hliðar af andlegum veikindum og tel mig hafa ágæta yfirsýn og þekkingu á geðheilbrigðiskerfinu hér á landi. Það hefur alltaf verið mín ástríða að berjast fyrir réttindum þeirra sem glíma við geðraskanir eða geðfötlun í samfélaginu.

Sjálf þekki ég af eigin reynslu, hvernig það er að hafa staðið með sjölskyldumeðlim allt mitt líf. Ég veit hvað það er mikilvægt að geta fengið aðstoð á réttum stöðum. En ég sem aðstandandi, hef mjög oft upplifað mika fordóma og úrræðaleysi. Á erfiðum tímabilum í mínu lífi hef ég sjálf fengið að kynnast því góða og mikilvæga hlutverki sem Geðhjálp gegnir í samfélaginu. Það er rótgróið samfélagsvandamál hversu lítil umræða á sér stað um aðstæður aðstandenda sem lenda í þeirri stöðu að engin úrræði virðast virka.

Mín megin áhersla eru aðstandendur og börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda. Ég hef verið í varastjórn í eitt ár og hef unnið mikið í bættum kjörum þessa hópa á þeim tíma. Ég ætla mér að halda áfram með þau verkefni og það væri mér mikill heiður að komast inn í stjórn Geðhjálpar og taka virkan þátt í hagsmunabaráttu félagsins.

Geðhjálp
Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
Fylgstu með
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram