Tíu hafa gefið kost á sér í níu sæti í stjórn Geðhjálpar fyrir næsta starfsár. Gengið verður til kosninga á aðalfundi Geðhjálpar þann 17. mars næstkomandi. Fjórir efstu í kosningunni hljóta sæti í aðalstjórn Geðhjálpar til tveggja ára. Fimmti hlýtur kosningu í aðalstjórn Geðhjálpar til eins árs og fjórir hljóta kosningu í varastjórn Geðhjálpar til eins árs. Hér á eftir fer kynning á frambjóðendunum. Frestur til að tilkynna um framboð rann út laugardaginn 10. mars.