ATHUGIÐ – AÐALFUNDI FRESTAÐ TIL LAUGARDAGSINS 26. APRÍL N.K.

Í ljósi samkomubanns hefur stjórn Geðhjálpar ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi samtakanna um 6 vikur eða til 26. apríl n.k. Dagskrá helst óbreytt og frestur til að lýsa yfir framboði til stjórnar eða koma með tillögur til lagabreytinga tekur mið af nýrri dagsetningu. Boðað verður formlega til nýs fundar fljótlega skv. lögum samtakanna.