21. september 2023
Svör óskast

Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp sendu í dag forsætisráðherra, formanni velferðarnefndar og þingflokksformönnum eftirfarandi bréf: Til forsætisráðherra, formanns velferðarnefndar og þingflokksformanna. Þann 8. júní 2022 skilaði nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda, skýrslu sinni.

Lesa meira
20. september 2023
„Áfall, hvað svo?“ – Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri

Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Fyrsta fræðsluerindi vetrarins var haldið 19. september þar sem Sigrún Sigurðardóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, fjallaði um áföll.

Lesa meira
11. september 2023
Viðbrögð stjórnar Geðhjálpar við ummælum fjármálaráðherra

Í viðtali við fréttastofu Ríkisútvarpsins þann 8. september sl. ræddi fjármálaráðherra um málefni fatlaðs fólks. Hann var þar að svara fyrir þá fullyrðingu sveitarfélaganna að kostnaður við flutning málefna fatlaðs fólks til sveitarfélagana hafi verið vanmetinn. Fjármálaráðherra taldi hugsanlegt að verkefnið hafi ekki verið nægjanlega vel unnið en vildi þó leita skýringa á öðrum stöðum en hjá ríkinu: „Það verður auðvitað líka að svara spurningunni hvenær sveitarfélögin eru mögulega að gera meira en lögboðnar skyldur kveða á um og reikningur vegna slíkra hluta verður ekki sendur ríkinu.“

Lesa meira
5. september 2023
Fræðsludagskrá Geðhjálpar veturinn 2023-2024

Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði, auk þess sem þau verða einnig í beinu streymi á Facebook síðu Geðhjálpar. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrunum loknum.

Lesa meira
1. september 2023
Er allt í gulu?

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Það er von undirbúningshópsins að gulur september, auki meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna, sé til merkis um kærleika, aðgát og umhyggju. Við getum hjálpast að við að vekja athygli á gulum september og því sem hann stendur fyrir með því að klæðast gulum fatnaði eða skreyta með gulu, taka þátt í dagskránni eða með því að taka myndir af gulri stemningu og deila þeim á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.

Lesa meira
13. júlí 2023
Sumarlokun skrifstofu Geðhjálpar 2023

Lokað er hjá Geðhjálp frá 15. júlí og opnar aftur 8. ágúst. Frekari upplýsingar eru á gedhjalp.is. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218. Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að hringja í 112 eða leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Þar er opið allan sólarhringinn en opnunartími á Hringbraut er 12-19 virka daga og 13-17 um helgar og helgidaga. Síminn þar er 543-4050 og 543-1000. Utan þess tíma er hún á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Lesa meira
10. júlí 2023
Mikilvægt að vinna bug á fordómum

Áætlað er að eitt af hverjum fimm börnum um allan heim eiga foreldri með geðrænan vanda. Sjálf eru þessi börn í 70% meiri hættu á að þróa með sér geðrænan vanda á fullorðinsárum, nema þau fái viðeigandi stuðning. Sigríður Gísladóttir tók við sem formaður Geðhjálpar í mars á þessu ári. Hún á sjálf þá reynslu að hafa alist upp hjá móður með geðræn veikindi og árið 2019 ákvað Sigríður, ásamt fleira góðu fólki, að nýta sína eigin reynslu til að styðja við og fræða börn í sömu stöðu hér á landi.

Lesa meira
30. júní 2023
Að deyja á geð­deild

Í ágúst 2021 dó sjúklingur á deild 33C við Hringbraut. Um var að ræða veika konu með fjölþætta kvilla. Hún dó vegna þess að tveimur næringardrykkjum var þröngvað ofan í hana af hjúkrunarfræðingi á deildinni án þess að annað starfsfólk brigðist við. Hún kafnaði í kjölfarið. Viðkomandi hjúkrunarfræðingur var nýverið sýknaður í héraðsdómi af ákæru um manndráp af ásetningi og virðist málinu þar með vera lokið án þess að nokkur beri ábyrgð á því að svona skelfilega hafi farið.

Lesa meira
31. maí 2023
Opnað fyrir umsóknir í Styrktarsjóð geðheilbrigðis í þriðja sinn

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í þriðja sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Umsóknarfrestur er frá 1. júní til og með 4. september 2023. Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Lesa meira
24. maí 2023
Skýrsla umboðsmanns um heimsókn í öryggisúrræði á Akureyri

OPCAT-skýrsla umboðsmanns Alþingis eftir heimsókn hans í öryggisúrræði á Akureyri hefur verið birt. Öryggisúrræðið er starfrækt á grundvelli þjónustusamnings félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins við Akureyrarbæ. Eftirfarandi er meðal þess sem kemur fram í skýrslu umboðsmanns: „Fólk sem dæmt er í ótímabundna öryggisgæslu þarf að eiga raunhæfan kost á því að fá þá niðurstöðu endurskoðaða reglulega.“

Lesa meira
22. maí 2023
Evrópsk vika geðheilsu: Geðheilbrigð samfélög

Maí er alþjóðlegur mánuður geðheilbrigðis en af því tilefni heldur Mental Health Europe geðheilsuviku í fjórða sinn 22. til 28. maí 2023 með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og þess að draga úr fordómum og mismunun fólks með geðrænar áskoranir. Geðhjálp er fulltrúi Íslands innan samtakanna Mental Health Europe, sem eru samevrópsk hagsmunasamtök sem vinna að bættri geðheilsu almennings.

Lesa meira
25. apríl 2023
Ráðstefna á Hilton Reykjavík Nordica 27.-28. apríl 2023

Ráðstefnan „Þörf fyrir samfélagsbreytingar? – nýjar leiðir til þess að hugsa um geðheilbrigðismál“ fer fram dagana 27. og 28. apríl á Hilton Reykjavík Nordica. Þar verður gestum boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum undanfarna áratugi. Lögð verður áhersla á notendamiðaða nálgun sem er farin að ryðja sér til rúms víða.

Lesa meira
31. mars 2023
Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar 2023

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 30. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf.
Héðinn Unnsteinsson lét af störfum sem formaður samtakanna en hann gegndi formennsku sl. þrjú ár en var þar á undan varaformaður í eitt ár og stjórnarmaður í samtals sjö ár. Á fundinum var Héðni þakkað ómetanlegt framlag sitt til Geðhjálpar sl. ár.

Lesa meira
29. mars 2023
Börn foreldra með geðrænan vanda – Okkar heimur

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur en erindin eru haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið er upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Sjötta fræðsluerindi vetrarins fór fram 28. mars þar sem Sigríður Gísladóttir framkvæmdastjóri og Þórunn Edda Sigurjónsdóttir félagsráðgjafi fjölluðu um börn foreldra með geðrænan vanda en erindið var táknmálstúlkað.

Lesa meira
24. mars 2023
Aðalfundur 2023: Kynning á frambjóðendum og fundargögn

Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í Bragganum í Nauthólsvík, fimmtudaginn 30. mars kl. 17. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
21. mars 2023
„Margir orðnir meðvitaðri um mikilvægi þess að bera ábyrgð á eigin geðheilsu“

Hjá Geðhjálp getur fólk leitað til ráðgjafa sér að kostnaðarlausu. Þeirri stöðu gegnir Helga Arnardóttir og hefur gert frá árinu 2019. Helga er sálfræðimenntuð með MSc í félags- og heilsusálfræði ásamt diplómu í jákvæðri sálfræði og hefur alltaf haft mikinn áhuga á geðrækt og geðheilsueflingu. Ráðgjafi Geðhjálpar tekur á móti fólki með ýmsar spurningar og vangaveltur tengdar geðheilsu og líðan.

Lesa meira
8. mars 2023
Traustur Kjarni starfrækir þjálfun í jafningjastuðningi á Íslandi

Haustið 2022 hlaut Traustur Kjarni styrk úr Styrktarsjóð geðheilbrigðis en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Sérstaklega var tekið tillit til eftirfarandi yfirþátta þegar umsóknir voru metnar; valdeflingu notanda, valdeflingu aðstandenda, mannréttinda og jafnréttis og nýsköpunar.

Lesa meira
3. mars 2023
Aðalfundur Geðhjálpar 2023

Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í Bragganum í Nauthólsvík, fimmtudaginn 30. mars kl. 17. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Framboð til formanns og stjórnar skulu berast skrifstofu samtakanna eigi síðar en fimmtudaginn 23. mars kl. 16:00. Kosinn verður nýr formaður, tveir aðalmenn til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.

Lesa meira
21. febrúar 2023
Atvinnuþátttaka og virkni – Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi á Geðsviði LSH

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur en erindin eru haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið er upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Fimmta fræðsluerindi vetrarins fór fram 21. febrúar þar sem Hlynur Jónasson atvinnuráðgjafi á Geðsviði LSH fjallaði um atvinnuþátttöku og virkni en erindið hans var táknmálstúlkað.

Lesa meira
7. febrúar 2023
Þörf fyrir samfélagsbreytingar?

Dagana 27. og 28. apríl nk. bjóðum við ykkur til samræðna, á fyrirlestra og vinnustofur. Fyrirlesarar eru aðila sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. Ráðstefnugestum verður boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum á tveggja daga ráðstefnu. Við vonumst til þess að fólk, sem lætur sig geðheilbrigðismál varða, mæti og deili hugmyndum og taki þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Við bjóðum leikmenn jafnt sem fagfólk velkomið.

Lesa meira
3. febrúar 2023
Þakklæti

Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning.

Lesa meira
1. febrúar 2023
Ályktun um afkomuöryggi fatlaðs fólks

ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamtökin Geðhjálp lýsa þungum áhyggjum af framfærsluvanda fatlaðs fólks sem flest býr við svo bág kjör að ógerlegt er að láta enda ná saman. Ekkert lát er á verðbólgunni sem nú mælist um 10%. Matvara, lyf og sérstaklega húsnæðiskostnaður hefur hækkað umfram þolmörk. Staðan er bág!

Lesa meira
19. janúar 2023
Samskipti foreldra og barna – Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Fjórða fræðsluerindi vetrarins fór fram 17. janúar þar sem Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur fjallaði um samskipti foreldra og barna.

Lesa meira
18. janúar 2023
Yfirlýsing frá stjórn landssamtakanna Geðhjálpar

Í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur, sem fer fram 30. janúar nk. í máli S-5373/2022 sem embætti héraðssaksóknara sækir gegn hjúkrunarfræðingi, sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans í ágúst 2021 og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar, sendir stjórn landssamtakanna Geðhjálpar frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Lesa meira
9. janúar 2023
G vítamín á þorranum

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín. Við vitum öll að það er hollt að hreyfa sig reglulega og taka vítamín daglega. En það gleymist gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar. Þess vegna mælum við með að taka G vítamín á hverjum degi, sérstaklega í skammdeginu. Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín dropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

Lesa meira
21. desember 2022
Jólakveðja og jólalokun Geðhjálpar 2022

Við viljum þakka öllum okkar styrktaraðilum hjartanlega fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa veitt starfi okkar á árinu 2022. Ykkar framlag er samtökunum afar mikilvægt og við, stjórn og starfsfólk, mjög meðvituð hvernig við beitum og förum með það afl sem styrktarfélagar samtakanna veita okkur. Við heitum því að gera okkar allra besta á næsta ári til að halda áfram að gæta hagsmuna notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandenda þeirra, tala fyrir framförum í málaflokknum og stuðla að bættri geðheilsu allra landsmanna.

Lesa meira
8. desember 2022
Kynning á niðurstöðum rannsóknar um fordóma

Fordómar gagnvart einstaklingum með geðræn vandamál hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög. Árið 2006 voru fordómar almennings á Íslandi mældir í fyrsta skipti, sem hluti af alþjóðlegri rannsókn, og árið 2022 var sú rannsókn endurtekin af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við HÍ, sem einnig stýrði alþjóðlegu rannsókninni 2006. Þessi gögn gefa okkur í fyrsta skipti innsýn inn í hvernig viðhorf almennings hafa þróast á Íslandi á 16 ára tímabili.

Lesa meira
8. desember 2022
Ályktun stjórnar Geðhjálpar vegna sparnaðartillagna borgarstjórnar

Landssamtökin Geðhjálp lýsa yfir áhyggjum vegna framkominna niðurskurðartillagna borgarstjórnar er snúa að velferðarúrræðum. Þetta á ekki síst við um fyrirhugaða lokun Vinjar athvarfs fólks sem býr við geðrænar áskoranir. Það skal tekið fram að Reykjavíkurborg átti ekki samtal við Geðhjálp eins og kemur fram í tillögu meirihluta borgarstjórnar þar sem segir: „Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf fólks með geðraskanir verði útfært í samráði við félagið Geðhjálp.“

Lesa meira
30. nóvember 2022
Geðlestin hefur lokið yfirferð sinni í alla grunn- og framhaldsskóla Íslands

Geðlestin lauk ferðalagi sínu um landið með heimsókn í Flóaskóla þriðjudaginn 29. nóvember en það var 174. heimsókn Geðlestarinnar í grunn- og framhaldsskóla. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla þar sem leitast er við að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið. Staðreyndin er nefnilega sú að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta.

Lesa meira
30. nóvember 2022
Áföll, EMDR og listmeðferð – Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Þriðja fræðsluerindi vetrarins fór fram 29. nóvember þar sem Rósa Richter fjallaði um áföll, hvað veldur þeim, afleiðingar þeirra og hvernig er hægt að öðlast bata eftir þau. Hún lýsti EMDR áfallameðferð, uppruna meðferðarinnar og árangri hennar. Rósa lýsti einnig EMDR meðferð fyrir hópa og hvernig listmeðferð er vafið saman við EMDR meðferð í hópvinnu. Rósa kenndi virka aðferð til að draga úr bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan.

Lesa meira
26. október 2022
Umsögn um fjárlög 2023

Geðheilbrigðisáætlun til 2030, sem heilbrigðisráðherra hefur unnið að sl. mánuði í samráði við ýmsa hagaðila, er tilraun til þess að forgangsraða í málaflokknum og ná fram breytingum. Áætlunin fyrir árin 2016 til 2020 var það einnig. Báðar áætlanirnar innihalda aðgerðaáætlanir sem er í raun það eina sem skiptir máli þegar kemur að árangri stefnunnar. Aðgerðaáætlun stefnunnar 2016 til 2020 var metin á um 4-5 milljarða. Tekin var ákvörðun um að setja 600 milljónir í aðgerðaráætlunina eða 12 til 15% af því sem lagt var til.

Lesa meira
26. október 2022
Umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda

Hér gefur að líta umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda. Þingsályktunin var áður lögð fram í mars 2021 en náði ekki brautargengi og sendi Geðhjálp umsögn þá líka. Umsögnin hér er í stórum dráttum sú sama og þá en þó uppfærð og endurbætt. Landssamtökin Geðhjálp fagna þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda landsins. Húsnæði geðsviðs Landspítalans (LSH) er að margra mati úr sér gengið og má segja að það hafi hvorki þróast í takt við framfarir né aðrar breytingar í málaflokknum.

Lesa meira
25. október 2022
Meðvirkni: „Hvað er það eiginlega?“ – Anna Sigríður Pálsdóttir ráðgjafi

Anna Sigríður Pálsdóttir ráðgjafi fjallaði um meðvirkni í öðru fræðsluerindi Geðhjálpar í vetur. Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur. Hugtakið meðvirkni er mikið notað og áhugi fyrir því hefur aldrei verið meiri. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan.

Lesa meira
1 2 3 8
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram