Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með innilegri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Þetta hefur verið viðburðarríkt ár í starfi Geðhjálpar. Við höfum sinnt hagsmunagæslum tekið á móti yfir 1000 erindum frá einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum og veitt yfir 500 manns ráðgjöf og stuðning þeim að kostnaðarlausu. Hér á eftir verður stiklað á helstu verkefnum sem samtökin stóðu fyrir á árinu.