Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn laugardaginn 8. maí kl. 14 í Valsheimilinu við Hlíðarenda (Salur á 2. hæð). Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn laugardaginn 8. maí kl. 14 í Valsheimilinu við Hlíðarenda (Salur á 2. hæð). Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf.
Geðhjálp óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar páskahátíðar og vonar að þið eigið eftir að eiga saman notalega daga um hátíðarnar. Skrifstofa Geðhjálpar opnar aftur að loknu páskafríi þriðjudaginn 6. apríl. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218. Ef um neyðartilvik er að ræða […]
Héðinn Unnsteinsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Grímur Atlason skrifuðu nýlega grein sem var birt á Visir.is í dag (30.03.2021). Hlekkur á hana er hérna fyrir neðan. "Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en […]
Alþingi ÍslandsVelferðarnefnd Nefndarsvið Alþingis Reykjavík 12. mars 2021 Landssamtökin Geðhjálp fagna þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðsjúkrahúss. Húsnæði geðsviðs Landspítalans (LSH) er að margra mati úr sér gengið og má segja að það hafi hvorki þróast í takt við framfarir né aðrar breytingar í málaflokknum. Geðhjálp fagnar því einnig að horft sé til út fyrir landsteinana þegar […]
Geðhjálp leitar að tveimur einstaklingum í hlutastörf við að innleiða nýtt verkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Ertu leiklistarmenntaður, félagsfræðingur, hjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur með brennandi áhuga á að efla geðheilbrigðismál á Íslandi? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig!
Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum verður sent á hvert heimili […]
Hugleiðslan er opin öllum og kostar ekkert. Fer fram á netinu á meðan samkomutakmarkanir er í gildi.Kennari er Birgir Þorsteinn Jóakimsson jógakennari. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið 1998. Birgir hefur kennt fólki á öllum aldri á hinum ýmsu stöðum frá árinu 1998 meðfram starfi sínu sem grafískur hönnuður. https://www.facebook.com/events/885518548885759/
Geðhjálp fékk í morgun afhentan styrk upp á hálfa milljón úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega en fámenna athöfn í sal Ráðhússins. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, tók við styrknum fyrir hönd Geðhjálpar. Hann sagði við það tækifæri: „Þegar kemur að vanlíðan og mögulegum geðröskunum ætti notendum ætíð að vera gefið val. Við ættum að nýta […]
Í vor samþykkti Alþingi breytingar að lögum um sjúkratryggingar sem tóku til niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Þetta er fagnaðarefni en að sama skapi vonbrigði að ekkert fjármagn fylgdi samþykkt Alþingis. Nú hefur komið fram að fjárlaganefnd Alþingis hafi lagt til að 100 m.kr. verði veitt árið 2021 í að niðurgreiða sálfræðimeðferð í gegnum sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru […]
Reynslusaga Sigríður Gísladóttir sem hún flutti á málþingi á vegum Geðhjálpar og Geðverndarfélag Íslands þann 19. nóvember sl. Afar áhrifarík frásögn svo ekki sé meira sagt.
Sveinn Rúnar Hauksson og Elín Ebba Ásmundsdóttir afhentu nú í hádeginu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, 30.093 undirskriftir þeirra sem vilja setja geðheilsu í forgang. undirskriftasöfnunarinnar. Jafnframt afhentu fulltrúar Geðhjálpar þær 9 aðgerðir sem samtökin setja á oddinn til þess að geðheilsa verði sett í forgang. Aðgerðirnar eru flestar á ábyrgð heilbrigðisráðherra en þær falla einnig undir […]
Blað Geðhjálpar er komið út. Stútfullt af orsakaþáttum geðheilsu! Hér er hægt að sækja það í PDF-formi: Geðhjálparblaðið 2020 - 39.is
Í hlekkinum hérna fyrir neðan er ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands um mannréttindi á tímum Covid í pdf-formi. Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands
Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni og almannavörnum fellum við niður Hugleiðslu í kvöld og þriðjudaginn 13. október að minnsta kosti.
Blað Geðhjálpar er komið út. Stútfullt af orsakaþáttum geðheilsu! Hér er hægt að sækja það í PDF-formi: Geðhjálparblaðið 2020 - 39.is
Kvíðahópurinn er farinn í tímabundið frí og því falla fundirnir á miðvikudögum niður.
Við viljum vekja athygli á þessu málþingi sem verður bráðum sem Geðhjálp heldur í samstarfi við Jafnréttisskóla Reykjavíkur og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Frekari upplýsingar er hægt að finna um þetta hérna. Hérna er hægt að finna málþingið á Facebook.
Upp er kominn nýjasti upplýsingapósturinn. Hægt er að nálgast hann hérna.Svo er hægt að skrá sig á Póstlistann okkar hérna fyrir neðan.Skráning á Póstlista
Frá og með þriðjudeginum 8. september nk., og vikulega eftir það í allan vetur, verður hugleiðsla í sal Geðhjálpar í Borgartúninu kl. 20 og er aðgangur ókeypis. Birgir Þorsteinn Jóakimsson jógakennari stýrir hugleiðslunni. Birgir hefur haft áhuga á jógafræðunum frá því hann var unglingur. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið […]
Skrifstofa Geðhjálpar verður lokuð frá 20. júlí til 4. ágúst nk. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna Gedhjalp.is. Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans við Hringbraut. Opnunartími þar er 12 - 19 virka daga, 13 - 17 helgar/helgidaga. Síminn þar er 5434050. Einnig er hægt að […]
Kvíðahópur Geðhjálpar tekur sumarfrí. Vikulegir fundir hefjast aftur miðvikudaginn 12. ágúst kl 19.00.
Stjórn Landssamtakanna Geðhjálpar fagnar þeirri stefnu Reykjavíkurborgar að leggja skuli á hilluna úreltar hugmyndir í tengslum við heimilislaust fólk og taka þess í stað upp fordómalausari nálgun. Of lengi hefur það viðgengist í samfélaginu að mismuna fólki sem talið er „öðruvísi“ og fellur ekki að fyrirfram gefnum hugmyndum um það sem talið er „eðlilegt“. Stefna […]
Ný stjórn Landssamtakanna Geðhjálpar Samþykkt að veita stjórn umboð til að stofna nýjan styrktarsjóð Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn laugardaginn þann 16. maí í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf og kosningar. Ársreikningur samtakanna var kynntur og samþykktur auk þess sem formaður kynnti skýrslu stjórnar. Má finna skýrsluna og ársreikninginn á heimasíðu samtakanna. […]
Framboð til formanns Geðhjálpar Smellið á myndinna til að fá hana í fullri stærð Héðinn Unnsteinsson er stefnumótunarsérfræðingur með meistargráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn er í dag starfandi sem ráðgjafi hjá Capacent. Héðinn starfaði í tíu ár í forsætisráðuneytinu þar sem hann sinnti m.a. Samhæfingu verkefna innan […]
Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í Valsheimilinu Hlíðarenda (salur á 2. hæð) laugardaginn 16. maí kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning nýrra fulltrúa í stjórn samtakanna og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Virðingarfyllst, stjórn Geðhjálpar.
Geðhjálp óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar páskahátíðar og vonar að þið eigið eftir að eiga saman notalega daga um hátíðarnar. Skrifstofa Geðhjálpar opnar aftur að loknu páskafríi þriðjudaginn 14. apríl. Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans við Hringbraut. Opnunartími þar er 12 – 19 virka daga, […]
Geðhjálp býður upp á ráðgjöf í tengslum við geðheilsu á breiðum grunni. Ráðgjöfin fer fram með viðtölum á stofu, í síma eða yfir netið. Hægt er að panta tíma með því að senda tölvupóst á gedhjalp@gedhjalp.is eða hringja í síma 570-1700. Einnig er hægt að skrá sig og fá fjartíma með því að smella á […]
Einbeittu þér að jákvæðu hlutunum í lífi þínu. Að vera í góðu sambandi við fjölskyldu og vini getur dregið úr streitu af völdum COVID-19. Að tala við einhvern um tilfinningar er góð leið til þess að takast á við andlegar áskoranir. Hugsum vel um geðheilsuna á þessum erfiðu tímum - hér er að finna góð […]
Hægt er að bóka tíma hjá ráðgjafa Geðhjálpar með því að smella á eftirfarandi hlekk og fylla út upplýsingar sem þar er beðið um: Kara Connect. Einnig er hægt að panta tíma með því að senda tölvupóst á helga@gedhjalp.is eða með því að hringja í síma 570 1700. Í ljósi þess að nú eru margir […]
Hlé á fundum kvíðahópsins Í ljósi framvindunar teljum við skynsamlegast að gera hlé á fundum kvíðahópsins um sinn. Við viljum benda á síðu hópsins á Facebook: Kvíði og kvíðaraskanir - Sjálfshjálparhópur þar sem hægt er að spjalla betur saman og deila reynslusögum.
Í ljósi þeirrar fordæmalausu stöðu sem komin er upp í samfélaginu vegna COVID-19 faraldursins höfum við hjá Geðhjálp tekið ákvörðun um að fjölga tímum ráðgjafa samtakanna. Einnig hefur verið tekið upp nýtt samskiptaforrit sem gerir fólki kleift að fá ráðgjöf í gegnum netið. Boðið verður upp á ráðgjöf alla virka daga frá kl. 9 til […]
ATHUGIÐ - AÐALFUNDI FRESTAÐ TIL LAUGARDAGSINS 26. APRÍL N.K. Í ljósi samkomubanns hefur stjórn Geðhjálpar ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðalfundi samtakanna um 6 vikur eða til 26. apríl n.k. Dagskrá helst óbreytt og frestur til að lýsa yfir framboði til stjórnar eða koma með tillögur til lagabreytinga tekur mið af nýrri dagsetningu. Boðað verður formlega […]
Nú þegar ekki er þverfótað fyrir fréttum af COVID-19 veirunni og afleiðingum vegna hennar er mikilvægt að halda sig við staðreyndir. Í aðstæðum sem nú eru uppi spretta upp allskonar rangfærslur sem erfitt getur verið að hrekja. Það er mikilvægt að halda ró sinni og leita sannreyndra upplýsinga. Margir af félagsmönnum Geðhjálpar glíma við kvíða […]