Lokað er hjá Geðhjálp frá 15. júlí en öllum fyrirspurnum sem berast í tölvupósti verður svarað þegar skrifstofan opnar aftur 6. ágúst. Frekari upplýsingar eru á gedhjalp.is. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218.
Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að hringja í 112 eða leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Þar er opið allan sólarhringinn en opnunartími á Hringbraut er 12-19 virka daga og 13-17 um helgar og helgidaga. Síminn þar er 543-4050 og 543-1000. Utan þess tíma er hún á bráðamóttökunni í Fossvogi.