Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp sendu í dag forsætisráðherra, formanni velferðarnefndar og þingflokksformönnum eftirfarandi bréf: Til forsætisráðherra, formanns velferðarnefndar og þingflokksformanna. Þann 8. júní 2022 skilaði nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda, skýrslu sinni.