11. júlí 2025
Sumarlokun skrifstofu Geðhjálpar 2025

Lokað er hjá Geðhjálp frá 15. júlí en öllum fyrirspurnum sem berast í tölvupósti verður svarað þegar skrifstofan opnar aftur 6. ágúst. Frekari upplýsingar eru á gedhjalp.is. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218.

Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að hringja í 112 eða leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Þar er opið allan sólarhringinn en opnunartími á Hringbraut er 12-19 virka daga og 13-17 um helgar og helgidaga. Síminn þar er 543-4050 og 543-1000. Utan þess tíma er hún á bráðamóttökunni í Fossvogi.

Lesa meira
10. júlí 2025
Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins

Í frétt á Samstöðinni þann 9. júlí sl. var fjallað um málefni Bjargs, sem er herbergjasambýli á Seltjarnarnesi. Þar komu fram sláandi lýsingar á aðbúnaði fjögurra íbúa Bjargs, en í inngangi fréttarinnar segir: Þessi frásögn er ekki endilega um hvað gerist þegar einkaaðilar sinna opinberri heilbrigðisþjónustu eða hvað mér finnst um slíkt fyrirkomulag yfirhöfuð, ekki hvernig eftirlit […]

Lesa meira
26. júní 2025
Börn eru hvorki veiðigjöld né öryggis- og varnar­mál

Barnaverndarstofa sendi í gær frá sér skýrslu um fjölda barnaverndartilkynninga á árunum 2022 til 2024. Skýrslur og annað sem kemur út á vegum stjórnvalda á tímabilinu 15. júní til 15. ágúst, fær nær enga athygli í samfélagsumræðunni eða í þingsal vegna sumarleyfa. Þannig var það einmitt með skýrslu Umboðsmanns Alþingis um einkarekin úrræði fyrir börn, […]

Lesa meira
24. júní 2025
Þjálfun í gagnlegum aðferðum í tengslum við raddir og aðra óhefðbundna skynjun

Í haust mun fara fram 13 daga þjálfun í í gagnlegum aðferðum í tengslum við raddir og aðra óhefðbundna skynjun með Trevor Eyles, Nina Falkenlove Lauridsen, Michael Cidlik, Anders Schakow og Maria Winther Osmundsen. Markmið þessa námskeiðs er að styðja, leiðbeina og kenna þeim sem vilja vinna að því að stofna hópa fyrir raddheyrendur og […]

Lesa meira
10. júní 2025
Umsögn Geðhjálpar við Allsherjarúttekt á stöðu mannréttindamála

Miðannarskýrsla (mid-term report) Íslands – fjórða úttekt (fourth cycle) 121.174 – Portúgal Tilmæli: Innleiða mannréttindatengda geðheilbrigðisstefnu í samræmi við samninginn um réttindi fatlaðs fólks og veita geðheilbrigðisþjónustu í samfélaginu með það fyrir augum að útrýma fordómum, mismunun og þvingunum á sviði geðheilbrigðis. Svar Íslands: Unnið er að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um […]

Lesa meira
10. júní 2025
Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í fimmta sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna og rannsókna sem bætt geta geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Stjórn sjóðsins hefur ákveðið að 25 m.kr. verði til úthlutunar í ár en það er hæsta upphæðin til […]

Lesa meira
19. maí 2025
Að vera manneskja

Geðhjálp stóð fyrir ráðstefnunni „Þörf fyrir samfélagsbreytingar: nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum” nú fyrir helgi. Ráðstefnuna sóttu á þriðja hundrað þátttakendur sem vildu kynna sér önnur sjónarhorn en hafa verið ríkjandi geðheilbrigðismálum. Við komum saman því geðheilbrigði skiptir okkur máli. Fólk með persónulega reynslu af andlegum áskorunum, fagfólk sem og aðstandendur, deildu hugmyndum sínum og tóku […]

Lesa meira
7. maí 2025
Meistara­gráða í lífs­reynslu

Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) var samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í lok árs 2006. Ísland undirritaði samninginn árið eftir og fullgilti hann 2016 en í ár stendur til að lögfesta samninginn sem felur m.a. í sér mannréttindi fyrir alla, virka samfélagsþátttöku og mannlega reisn. Í haust verður auk þess nýtt örorkulífeyriskerfi […]

Lesa meira
23. apríl 2025
Tónleikarnir Geggjað í Iðnó til styrktar Geðhjálp

Skúli Helgason hélt þann 10. apríl sl. upp á 60 ára afmæli sitt með því að blása til tónleika í Iðnó. Tónleikarnir fengu nafnið Geggjað og fram komu listamennirnir: Mugison, GDRN, Ragga Gísla ásamt hljómsveit, Emmsjé Gauti, Inspector Spacetime og Ra:tio. Uppselt var á tónleikana og sóttu þá um 300 manns. Allur ágóði af tónleikahaldinu […]

Lesa meira
14. apríl 2025
Geðheil­brigðisþjónusta og fiskur – er ein­hver tenging?

Fiskur hefur verið helsta útflutningsvara okkar Íslendinga í árhundruði. Mestu verðmætin lágu í flökunum. Stórum hluta af fiskinum var samt hent eins og fiskiroði og beinum. Við hentum humri og skötusel og kunnum eina aðferð við að elda saltfisk: sjóða í mauk og borða með hnoðmör og soðnum kartöflum. Sjávarklasinn var stofnaður með það að […]

Lesa meira
7. apríl 2025
Efla á for­varnir og setja börn í önd­vegi með 5,7 milljarða niður­skurði

Geðheilbrigðismál komust á dagskrá í aðdraganda síðustu kosninga og voru frambjóðendur flestra flokka sammála að málaflokkurinn hefði verið vanræktur sl. ár og jafnvel áratugi. Geðhjálp hefur tekið saman tölur um útgjöld til geðheilbrigðismála á árunum 2014 til 2023 og hversu mikil innviðaskuldin við málaflokkinn er miðað þau lönd sem við viljum bera okkur saman við. […]

Lesa meira
26. mars 2025
Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar 2025

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 21. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Sigríður Gísladóttir lét af störfum sem formaður samtakanna en hún gegndi formennsku síðastliðið ár en Sigríður hafði áður setið í tvö ár í stjórn samtakanna. Nýr formaður var kjörinn til næstu tveggja ára en tvær voru í kjöri þær Guðrún Þórsdóttir og Svava Arnardóttir. Fór það svo að Svava var kjörinn formaður samtakanna.

Lesa meira
18. mars 2025
Aðalfundur 2025: Kynning á frambjóðendum og fundargögn

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í N1 höllinni á Hlíðarenda í sal 2 á annarri hæð, fimmtudaginn 21. mars kl. 16. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
26. febrúar 2025
Aðalfundur Geðhjálpar 2025

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn Valsheimilinu á Hlíðarenda í sal 2 á annarri hæð, þriðjudaginn 25. mars kl. 16. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Framboð til stjórnar skulu berast skrifstofu samtakanna eigi síðar en þriðjudaginn 18. mars kl. 16:00. Kosnir verða tveir aðalmenn til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.

Lesa meira
17. janúar 2025
G vítamín á þorranum

Það styttist í þorrann og eins og undanfarin ár standa landssamtökin Geðhjálp fyrir geðræktarátakinu G-vítamín á þorranum með það að markmiði að setja geðrækt á oddinn og árétta mikilvægi hennar hvern dag. Í ár er leitað til upprunans og G-vítamínin sett í geðræktardagatal sem stendur á borði.

Lesa meira
23. desember 2024
Umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um Lokaskýrslu starfshóps um stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun

Landssamtökin Geðhjálp fagnar því að ráðist hafi verið í þessa vinnu í kringum stefnu og aðgerðir í skaðaminnkun. Lokaskýrslan, sem hér er til umsagnar, er vel unnin og ber að þakka öllum þeim sem komu að gerð hennar fyrir góð störf. Skýrslan er skref í rétta átt og mikilvægt að byggja á þessari vinnu til […]

Lesa meira
19. desember 2024
Jólakveðja og jólalokun Geðhjálpar 2024

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með innilegri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Þetta hefur verið viðburðarríkt ár í starfi Geðhjálpar. Við höfum sinnt hagsmunagæslum tekið á móti yfir 1000 erindum frá einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum og veitt yfir 500 manns ráðgjöf og stuðning þeim að kostnaðarlausu. Hér á eftir verður stiklað á helstu verkefnum sem samtökin stóðu fyrir á árinu.

Lesa meira
10. desember 2024
Alþjóðlegur dagur mannréttinda 10. desember

Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag 10. desember. Af því tilefni tilkynna landssamtökin Geðhjálp ráðstefnuna: Þörf fyrir samfélagsbreytingar 2025 – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum, sem fram fer á Hilton Reykjavík Nordica dagana 15. og 16. maí nk.

Lesa meira
26. nóvember 2024
Foreldrar barna sem glíma við geðrænar áskoranir

Þriðjudaginn 3. desember kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir. Foreldrahópur innan Geðhjálpar hefur verið stofnaður, en markmiðið með fundinum að þessu sinni er að ræða hvernig hægt sé að stækka hópinn og koma reglulegum fundum á laggirnar.

Lesa meira
20. nóvember 2024
Of­beldi og mann­réttinda­brot á Ís­landi ekki for­gangs­mál þing­manna

Í júlí sl. kom út skýrsla í Nýja-Sjálandi. Þar voru birtar niðurstöður rannsóknar á aðbúnaði barna og fullorðinna í viðkvæmri stöðu sem höfðu verið í umsjón kirkjunnar og ríkisins á árunum 1950 til 2019. Niðurstöðurnar eru skelfilegar. Af þeim 650 þúsund börnum og fullorðnum í viðkvæmri stöðu, sem voru vistuð til lengri eða skemmri tíma […]

Lesa meira
13. nóvember 2024
Úthlutanir úr Styrktarsjóði geðheilbrigðis 2024

Í dag fór fram fjórða úthlutun úr Styrktarsjóðs geðheilbrigðis og fór úthlutunin fram á Nauthóli.  Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Úthlutanir 2024 Alls bárust 36 umsóknir til sjóðsins í ár samtals að upphæð 95 […]

Lesa meira
28. október 2024
Innviðaskuldin mikla

Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Síðustu misseri höfum við heyrt fréttir af fráflæðisvanda, […]

Lesa meira
17. október 2024
Geðhjálp mælir með: Hlaðvörp

Í Geðhjálparblaðinu er mælt með fróðlegum hlaðvörpum líkt og Feel Better, Live More þar sem Dr. Chatterjee leggur áherslu á einfalda hugtakið heilsa, Inside Mental Health sem nálgast sálfræði og geðheilbrigðismál á aðgengilegan hátt og Depresh Mode þar sem rætt er við listamenn, skemmtikrafta og sérfræðinga um hvernig það er að lifa með eins og þar er sagt „áhugaverðan“ huga.

Lesa meira
16. október 2024
Nokkrar athyglisverðar bækur

Í Geðhjálparblaðinu er fjallað um athyglisverðar bækur um geðheilbrigðismál líkt og Boðaföll, sem fjallar um nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, Geðhvörf fyrir byrjendur, sem var þýdd úr dönsku og staðfærð á íslensku og Einmana, tengsl og tilgangur í heimi vaxandi einsemdar eftir Aðalbjörgu Stefaníu Helgadóttur.

Lesa meira
15. október 2024
Að heyra raddir

Að heyra raddir sem ekki öll heyra hefur verið tengt við geðsjúkdóma, einkum geðklofa og geðrof. Raddirnar eru ekki einungis orð heldur geta þær líka verið ýmiss konar hljóð og jafnvel sýnir. Samtökin Intervoice hafa unnið mikilvægt starf víða um heim með óhefðbundinni nálgun til að svipta hulunni af þessari upplifun fólks sem hefur fylgt […]

Lesa meira
13. október 2024
Mikilvægt að notendur þjónustu séu hafðir með í ráðum

Notendasamráð er í samræmi við stefnumótun í geðheilbrigðismálum. Það á einnig samhljóm með samningi Sameinuðu þjóð­­­anna um réttindi fatlaðs fólks þar sem kunnugt baráttustef úr mannréttindabaráttunni er: „ekkert um okkur, án okkar“. Notandi kemur að eigin þjónustu í samráði við þá sem veita hana og notendasamráð felur í sér að viðkomandi hafi áhrif í eigin […]

Lesa meira
12. október 2024
Fólkið virkir þátttakendur í bata í skjólshúsi

Geðhjálp stefnir á að koma á laggirnar skjólshúsi í náinni framtíð. Félagið horfir meðal annars til þess Afiya-skjólshúss sem rekið hefur verið með góðum árangri í New Hampshire í Massachusetts í Bandaríkjunum. Skjólshús er valkostur við hefðbundnar geðdeildir og byggir á öðrum gildum en fólk leitar til skjólshúsa á eigin forsendum. Ephraim Akiva stýrir slíkri […]

Lesa meira
11. október 2024
Breyta þarf meðferð alvarlega veikra í grundvallaratriðum

Sveinn Rúnar Hauksson, læknir og stjórnarmaður í Geðhjálp, segir að of mikið sé um nauðungarvistun og aðra valdbeitingu gagnvart fólki með geðsjúkdóma. Hann segir nauðungarmeðferð geta haft langvarandi áhrif til hins verra auk þess sem hún svipti fólk mannlegri reisn. Hann telur að lögin veiti geðlæknum of rúma heimild til að beita nauðungarmeðferð og sér […]

Lesa meira
10. október 2024
Nauðungarvistunin hafði langvarandi neikvæð áhrif

Töluvert hefur verið fjallað um nauðungarvistun undanfarin ár þar sem inngripið er bæði róttæk aðgerð þar sem einstaklingur er sviptur frelsi og vistaður á sjúkrahúsi, oft gegn vilja sínum, og í sumum tilfellum einnig beittur þvingaðri lyfjagjöf. Í meistararitgerð Sigurðar Páls Jósteinssonar frá því í vor, 2024, um nauðungarvistun kemur fram að flestar rannsóknir um […]

Lesa meira
9. október 2024
Loga öll ljós í mælaborðinu?

Landssamtökin Geðhjálp fagna 45 ára afmæli í dag, 9. október 2024.  Hlutverk okkar er skýrt; að standa vörð um og rækta geðheilsu Íslendinga. Það gerum við með því að gæta réttinda fólks sem tekst á við andlegar áskoranir, þróa aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur, fræða og […]

Lesa meira
8. október 2024
„Þetta var mín endurhæfing“

Ólöf Gunnarsdóttir er söngkona og á tvö börn með sambýlismanni sínum, tveggja og hálfs árs og fimm mánaða gömul. Hún segist hafa fundið framtíðarstarfið í gegnum lagasmiðju og Kordu samfóníu og að hún væri á allt öðrum stað ef þetta hefði ekki komið til, þetta hafi verið hennar endurhæfing. Hvernig æxlaðist það að þú fórst […]

Lesa meira
7. október 2024
Fengu öll aðra sýn á hvað væri mögulegt fyrir þau

Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths er tónlistarkennari, stofnandi og listrænn stjórnandi MetamorPhonics sem er samfélagsmiðað fyrirtæki en verkefni hennar lúta að því að vinna með einstaklingum sem hafa lent í áföllum, eru heimilislausir eða glíma við geðrænar áskoranir, í gegnum skapandi tónlist og valdeflandi umhverfi. Korda samfónía er slíkt verkefni en það hefur gefist mjög vel.

Lesa meira
6. október 2024
Við þurfum að leiðrétta kúrsinn og sigla í rétta átt

Samfélag nútímans með öllum sínum hraða og hlaðborði tækifæra getur reynst okkur öllum nokkuð flókið á köflum. Þannig hefur saga mannkynsins væntanlega verið alla tíð. Síðustu tvær aldir hafa hins vegar verið aldir breytinga og gríðarlegra framfara. Iðnbyltingin og þær miklu breytingar á lifnaðarháttum okkar sem hún hafði í för með sér kölluðu fram jákvæða hluti fyrir okkur sem tegund en líka neikvæða.

Lesa meira
1 2 3 10
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram