Þriðjudaginn 3. september kl. 20:00 fer fram fundur í Hlutverkasetri, Borgartúni 1, á vegum Geðhjálpar og Umhyggju, þar sem markmiðið er að skapa vettvang fyrir foreldra barna sem glíma við geðrænar áskoranir. Foreldrahópur innan Geðhjálpar hefur verið stofnaður, en markmiðið með fundinum að þessu sinni er að ræða hvernig hægt sé að stækka hópinn og koma reglulegum fundum á laggirnar.