Með mína persónulega reynslu hef ég gert mitt best til að hjálpa sem fortíðinni fékk ekki frekar en margt annað vegna fáfræði. Það er vont að vita ekki af hverju manni líður illa andlega en það skiptir öllu að taka á vandanum strax. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina.