22. mars 2024
Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar 2024

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 21. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Sigríður Gísladóttir lét af störfum sem formaður samtakanna en hún gegndi formennsku síðastliðið ár en Sigríður hafði áður setið í tvö ár í stjórn samtakanna. Nýr formaður var kjörinn til næstu tveggja ára en tvær voru í kjöri þær Guðrún Þórsdóttir og Svava Arnardóttir. Fór það svo að Svava var kjörinn formaður samtakanna.

Lesa meira
20. mars 2024
Aðalfundur 2024: Kynning á frambjóðendum og fundargögn

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í N1 höllinni á Hlíðarenda í sal 2 á annarri hæð, fimmtudaginn 21. mars kl. 16. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
20. mars 2024
Bati góðgerðarfélag kynnir Batahús og Breathwork öndunartækni

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Fimmta fræðsluerindi vetrarins var haldið 19. mars þar sem Agnar Bragason og Guðrún Ebba Ólafsdóttir, forstöðumenn Batahúsanna, og Theódór Gunnar Smith öndunarleiðbeinandi héldu erindi um Batahús og breathwork öndunartækni.

Lesa meira
26. febrúar 2024
Aðalfundur Geðhjálpar 2024

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í N1 höllinni á Hlíðarenda í sal 2 á annarri hæð, fimmtudaginn 21. mars kl. 16. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Framboð til formanns og stjórnar skulu berast skrifstofu samtakanna eigi síðar en fimmtudaginn 14. mars kl. 16:00. Kosinn verður nýr formaður, fjórir aðalmenn til tveggja ára og tveir varamenn til eins árs.

Lesa meira
16. febrúar 2024
Geðhjálp gengur í Umhyggju

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12:00 verður kynning á nýlegri aðild Geðhjálpar að Umhyggju félagi langveikra barna og hvað sú aðild getur þýtt fyrir félaga í Geðhjálp. Kynningin fer fram í N1 höllinni Hlíðarenda í sal 2 á 2. hæð. Foreldrar barna með geðrænar áskoranir sem verða hluti af Foreldrahópi Geðhjálpar fá með aðild Geðhjálpar að Umhyggju aðgang að fjölbreyttri þjónustu og stuðning til félagsmanna aðildarfélaga Umhyggju, en stefnt er að stofnun foreldrahóps innan Geðhjálpar.

Lesa meira
12. febrúar 2024
Umsögn um tillögu til þingsályktunar um rannsókn á orsakaferli í kjölfar sjálfsvígs

Landssamtökin Geðhjálp taka undir mikilvægi þess að ráðist verði í rannsókn orsökum sjálfsvíga. Samtökin vilja hins vegar ganga mun lengra og að ráðist verði skipulagningu umfangsmikils forvarnarstarfs sem miði að bættu geðheilbrigði þjóðarinnar frá vöggu til grafar. Samtökin telja að ráðast þurfi í allsherjar uppstokkun því hvernig litið er á geðheilbrigðismál.

Lesa meira
1. febrúar 2024
G vítamín – gott fyrir geðheilsuna: Styrktarþáttur á RÚV 2. febrúar

Stóra myndin verður skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga í áhugaverðri og skemmtilegri útsendingu. Skoðaðar verða nútímalegar geðdeildir í Danmörku og rætt það sem vantar hér heima – bæði hvað varðar húsnæði og hugmyndafræði. Við fáum reynslusögur, talsvert af heilræðum og spennandi hugmyndum frá gestum.  Við ræðum um hvaða afleiðingar áföll eins og nú dynja á Grindvíkingum geta haft í för með sér fyrir geðheilsu þeirra sem í þeim lenda.

Lesa meira
30. janúar 2024
Geðræktarátakið G vítamín á þorra

Landssamtökin Geðhjálp hafa ýtt úr vör hinu árlega 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Í ár er fjórða árið sem samtökin standa fyrir þessu átaki á þorranum. Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar út lífið. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Landsamtökin Geðhjálp bjóða því upp á 30 dagleg hollráð sem er ætlað að bæta geðheilsu yfir Þorrann. Þessir 30 skammtar af hollráðum eru kallaðir G vítamín.

Lesa meira
26. janúar 2024
Ræktaðu geðið, fáðu ilmdropa og styrktu Geðhjálp – ef þú vilt

Yfir þorrann býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín. Með þessu viljum við auka vægi geðræktar, sem á að vera jafn sjálfsögð og líkamsrækt en á það til að verða útundan. Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín ilmdropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. G vítamín ilmdroparnir kosta ekki neitt en hægt er að nálgast þá hjá Geðhjálp í síma 570 1700 eða á gedhjalp@gedhjalp.is og í verslunum Nova um land allt.

Lesa meira
17. janúar 2024
TRE: áhrifarík leið til að takast á við líkamlega og andlega streitu – Svava Brooks TRE leiðbeinandi

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Fjórða fræðsluerindi vetrarins var haldið 16. janúar þegar Svava Brooks, TRE leiðbeinandi, fjallaði um TRE® (Tension, Stress & Trauma Releasing Excersises), sem er leið til að hjálpa líkamanum að losa um spennu, streitu og áföll sem liggja djúpt í vöðvum líkamans.

Lesa meira
19. desember 2023
Jólakveðja og jólalokun Geðhjálpar 2023

Við vonum að þú og þínir séuð að njóta aðventunnar og þessara síðustu daga ársins. Á þessum árstíma er oft í mörg horn að líta en við fögnum því að sífellt fleiri velja þennan tíma til að staldra við og leggja áherslu á samveru og nærandi stundir með sínum nánustu. Það er mikilvægt að gleyma ekki að hlúa að geðinu, sérstaklega í desember. Árið hjá Geðhjálp hefur verið afar viðburðarríkt og hér stiklum við á stóru um það sem hefur borið hæst á árinu sem er að líða.

Lesa meira
30. nóvember 2023
Niðurstöður rann­sóknar um for­dóma í garð ein­stak­linga með fíkni­vanda

Árið 2006 voru fordómar almennings á Íslandi mældir í fyrsta skipti, sem hluti af alþjóðlegri rannsókn, og árið 2022 til 2023 var sú rannsókn endurtekin af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við HÍ, sem einnig stýrði alþjóðlegu rannsókninni 2006. Þessi gögn gefa okkur í fyrsta skipti innsýn inn í hvernig viðhorf almennings hafa þróast á Íslandi á 16 ára tímabili. Gögnin gefa okkur einnig mynd af stöðu mála árið 2023 sem aftur gefur okkur möguleika að meta stöðuna með tveggja ára millibili hér eftir.

Lesa meira
22. nóvember 2023
Jafningjastuðningur í geðheilbrigðisgeiranum – Nína Eck, teymisstjóri jafningja á Landspítala og IPS þjálfari

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Þriðja fræðsluerindi vetrarins var haldið 21. nóvember þegar Nína Eck, teymisstjóri jafningja á Landspítala og IPS þjálfari, fjallaði um jafningjastuðning í geðheilbrigðisgeiranum. Jafningjastuðningur er ákveðin aðferð eða tækni til samskipta, stunduð víða um heim með góðum árangri í margvíslegu samhengi. Aðferðin gengur meðal annars út á að einstaklingur nýtir bæði þjálfunina og sína eigin reynslu af erfiðum tímum til þess að tengjast og styðja aðra einstaklinga.

Lesa meira
2. nóvember 2023
Geðhjálp mælir með: Hlaðvörp

Í Geðhjálparblaðinu er að finna uppástungur að fróðlegum hlaðvörpum en þar má til að mynda nefna The Trauma Therapist með Guy Macpherson PdD sem fjallar um mannlegt eðli og hlaðvarp Mel Robbins sem hjálpar fólki að breyta lífi sínu. Þá er einnig bent á hugleiðslu hlaðvarpið Daily Meditation Podcast sem og hlaðvörp með fyrrum munkinum Jay Shetty, en markmið hans er að gera tímalausa visku og atferlisfræði aðgengilegri fyrir hvern sem er, og rithöfundinum Glennon Doyle sem gaf út ævisöguna Untamed í upphafi heimsfaraldursins.

Lesa meira
1. nóvember 2023
Nokkrar athyglisverðar bækur

Í Geðhjálparblaðinu er að finna lista yfir áhugaverðar bækur líkt og nýjustu bók Gabor Maté, The Myth of Normal, þar sem hann fjallar um hvernig vestræn lönd, sem státa sig af öflugun heilbrigðiskerfum, séu engu að síður að takast á við mikla aukningu á krónískum verkjum og heilsuleysi. Aðrar bækur sem eru nefndar eru t.a.m. Lighter eftir young pueblo, þar sem hann fjallar um leið sína til betri heilsu og vellíðanar eftir áralanga notkun fíkniefna, og Your Consent is not Required þar sem Rob Wipond veitir yfirgripsmikla sýn á geðfangelsi og þvinguð inngrip samtímans.

Lesa meira
30. október 2023
Ég hef ofurtrú á því að hreyfing geri kraftaverk

Ólafur Sveinsson hefur upplifað þunglyndi og kvíða frá því á barnsaldri. Hann fékk viðeigandi aðstoð á fullorðinsárum og tók þá þunglyndislyf um tíma sem hjálpuðu en virkilega vellíðan fór hann að finna fyrir þegar hann byrjaði í göngum og það varð til þess að hann hætti að taka þunglyndislyf. Ólafur vann meira að segja um árabil sem leiðsögumaður á fjöllum. „Ég var kvíðinn sem barn og unglingur og ég átti erfitt með að gera ýmislegt. Ég þurfti stundum að loka mig af og það vissi enginn hvað þetta var. Ég var bara skammaður.“

Lesa meira
29. október 2023
HAM hjálpar mér svakalega

Flosi Þorgeirsson missti föður sinn átta ára gamall sem hafði mikil áhrif. Hann fór að drekka 12 ára gamall, misnotaði áfengi og önnur vímuefni um árabil og hélt alltaf að andleg vanlíðan væri drykkjunni að kenna. Sjálfsvísgshugsanir gerðu vart við sig og hann skaðaði sjálfan sig. Svo kom að því að hann fór á geðdeild árið 2009. Það breytti öllu. Hann hélt svo áfram í hugrænni atferlismeðferð og þrátt fyrir um fjögur árleg þunglyndistímabil
síðustu ár, sem standa yfirleitt yfir í nokkrar vikur, líður honum almennt vel og horfir á framtíðina björtum augum.

Lesa meira
28. október 2023
Hvað segir tölfræðin?

Í apríl síðastliðnum hélt Geðhjálp í samstarfi við samtökin Intentional Peer Support ráðstefnuna „Þörf fyrir samfélagsbreytingar – nýjar leiðir í geðheilbrigðismálum“. Meðal fyrirlesara var fræðimaðurinn James Davies sem hefur skrifað bækur og ótal greina um samfélagslegar hliðar geðheilbrigðiskerfisins. Davies er meðal annars höfundur bókanna Cracked: Why psychiatry is doing more harm than good og Sedated: How modern capitalism created our mental crisis og þar heldur hann því meðal annars fram að allt of mikil áhersla sé lögð á lyfjanotkun en síður sé leitað að rót vandans.

Lesa meira
27. október 2023
Öruggt umhverfi til að hjálpa fólki meira út í lífið

Elín Ósk Arnarsdóttir segist hafa fengið átröskun í kjölfar kjálkaskurðaðgerðar fyrir áratug. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf hennar og hefur hún farið í fjölda meðferða og legið á sjúkrahúsi. Hún kynntist Gróf­inni fyrir nokkrum árum sem hefur átt stóran þátt í bataferlinu. „Í Grófinni hef ég tekið þátt í ýmsu og það hefur hjálpað mér ótrúlega mikið við að finna tilgang. Þarna fæ ég tækifæri til að efla mig, auka álagsþolið og mynda tengsl við annað fólk.“

Lesa meira
26. október 2023
Það varð stór breyting á mínu lífi

Dröfn Árnadóttir er með nokkrar greiningar og hefur þurft að nýta sér þjónustu geðdeildarinnar á Akureyri í gegnum tíðina. Hún fór að mæta í Grófina í fyrra og segir að stór breyting hafi orðið á lífi sínu í kjölfarið. „Hlutverk Grófarinnar er að auka virkni og rjúfa einangrun, að finna að maður er ekki einn í heiminum. Ég er búin að missa töluna á hve marga vini ég hef eignast á þessum vettvangi, vini sem skilja hvað maður er að tala um og skilja baráttuna á bak við orðin. Við hvetjum hvert annað, sýnum samkennd, hlæjum saman og leikum okkur saman.“

Lesa meira
25. október 2023
Mannréttindamiðuð geðheilbrigðisþjónusta

Geðhjálp hefur að undanförnu staðið fyrir vitundarátaki um geðheilbrigðismál. Markmiðið er m.a. að skapa vettvang fyrir landsmenn að koma fram skoðun sinni um hvað betur mætti gera í geðheilbrigðisþjónustunni. Sjónarhorn þriggja einstaklinga voru sýnd á samfélagsmiðlum, gedheilbrigdi.is og á visir.is. Fyrsta myndbandið var viðtal við starfsmann sem unnið hafði á geðdeild í Danmörku og á Íslandi, annað tengdist reynslu af því að alast upp hjá móður með geðræna erfiðleika og þriðji dró fram áhrif brostinna framtíðardrauma einstaklings með notandareynslu.

Lesa meira
23. október 2023
Hvað einkennir gott geðræktandi samfélag?

„Íslenskt samfélag er í sjálfu sér gott en það hafa það ekki allir gott. Það er mikil slagsíða á þjónustu í geðheilbrigðismálum og augljós skortur á skýrri samfélagsstefnu. Það á ekki að koma okkur sem samfélagi á óvart að við séum alls konar og ólík, með misjafnar þarfir og áskoranir. Það er eðlilegt. Gott samfélag á að vera gott fyrir alla því það er það sem við sem samfélag viljum. Allir eiga að hafa rödd og rétt á skilningi og stuðningi þegar þeir þurfa.“ Í nýjasta Geðhjálparblaðinu deila þau Andri Snær Magnason, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Þorstein J, Birgir Jónsson, Lilja Alfreðsdóttir og Arna Lára Jónsdóttir því hvað einkenni gott geðræktandi samfélag.

Lesa meira
21. október 2023
Grófin Geðrækt: Valdefling, bati og jafningjastuðningur

Grófin geðrækt er starfrækt á Akureyri. „Áherslan hjá okkur er að Grófin sé staðursem fólk getur nýtt sér til að vinna í batanum og bæta lífsgæði sín,“ segir Pálína Sigrún Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og framkvæmdastjóri Grófarinnar. Ýmiss konar dagskrá er í gangi og skiptir þar miklu máli að þátttakendur sjálfir komi með hugmyndir að hópum eða námskeiðum og taki þátt í framkvæmd. Grófin geðrækt er afrakstur grasrótarhóps sem vann að undirbúningi að stofnun Grófarinnar á árunum 2011-2013.

Lesa meira
20. október 2023
Hluti af gildum Bataskóla er að ala á von

Lögð er áhersla á batamiðað nám tengt geðheilsu og bættum lífsgæðum í Bataskóla Íslands. „Sérstaða Bataskóla Íslands er að hann byggir á batahugmyndafræði og er kjarninn í henni að þeir sem glíma við geðrænar áskoranir eigi að stýra því hvernig þjónustu gagnvart þeim er háttað,“ segir Helga Arnardóttir, verkefnastjóri hjá skólanum. „Tilurðin að Bataskóla Íslands er að Geðhjálp og velferðarsvið Reykjavíkurborgar ákváðu að fara í samstarf um að opna bataskóla á Íslandi og var árið 2016 farið í vettvangsferð til Bretlands til þess að kynnast þar starfsemi nokkurra bataskóla til að kanna hvaða skóli gæti verið fyrirmyndin að íslenska bataskólanum.“

Lesa meira
19. október 2023
Höldum áfram

Þegar litið er á stöðu í geðheilbrigðismálum er óhætt að segja að þörf sé á uppstokkun og endurskoðun. Til þess þurfum við að staldra við og skoða hvað við erum að gera í dag, hvað virkar vel og hvað ekki. Það þarf ekki að líta langt um öxl til að sjá að aðferðir og meðferðir á fólki sem hefur glímt við geðrænar áskoranir hafa í gegnum tíðina vægt til orða tekið verið ómannúðlegar. Við höfum gert fjöldann allan af því sem ég kýs að kalla tilraunir á þeim hópi fólks án þess að hugsa út í hvort þær séu skaðlegar eða ekki fyrir einstaklinginn og hvort við séum að brjóta á mannréttindum.

Lesa meira
18. október 2023
Styrktarsjóður geðheilbrigðis – 16 m.kr. úthlutað í dag

Miðvikudaginn 18. október fór fram þriðja  úthlutun úr Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Alls bárust 46 umsóknir til sjóðsins í ár samtals að upphæð 93,5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 16 m.kr. til þessarar úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni. Fimm manna fagráð, skipað þeim Svövu Arnardóttur, Hrannari Jónssyni, Páli Biering, Salbjörgu Bjarnadóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún var formaður fagráðsins, fór yfir umsóknirnar og lagði tillögur sínar í hendur stjórnar

Lesa meira
18. október 2023
Bataskóli Íslands: Þróun og starfsemi – Helga Arnardóttir, Sigrún Sigurðardóttir og Kristján Örn Friðjónsson

Geðhjálp mun standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Annað fræðsluerindi vetrarins var haldið 17. október þegar Helga Arnardóttir, verkefnastjóri Bataskólans, Sigrún Sigurðardóttir, starfsmaður og jafningjafræðari hjá Bataskólanum og Kristján Örn Friðjónsson, jafningjafræðari og fyrrum nemandi hjá Bataskólanum sögðu frá starfsemi skólans.

Lesa meira
18. október 2023
Vitundarvakning um geðheilbrigðismál

Elín Atim, klæðskeri og kjólasaumari sem starfar sem jafningi á geðdeild, segir frá reynslu sinni af því að hafa verið nauðungarvistuð eftir áfall og hvaða afleiðingar það hefur haft á líf hennar. Elín ræðir hvað hefði betur mátt fara þegar hún var að ganga í gegnum afar erfitt tímabil í sínu lífi og hvernig hún hefði viljað að það væri komið fram við sig á meðan hún var vistuð inni á geðdeild. Hún ræðir ekki aðeins sína reynslu heldur bendir á hvað hægt sé að gera betur í geðheilbrigðiskerfinu.

Lesa meira
13. október 2023
Geðhjálparblaðið 2023

Í blaðinu er rætt við Helgu Arnardóttur, kennara og fyrrum verkefnastjóra í Bataskóla Íslands, Pálínu Sigrúnu Halldórsdóttur, iðjuþjálfa og framkvæmdastjóra Grófarinnar, farið er yfir lyfjanotkun á Íslandi og rætt við Flosa Þorgeirsson og Ólaf Sveinsson um reynslu þeirra af þunglyndi og vanlíðan. Þá er einnig sagt frá ráðstefnu Geðhjálpar um samfélagsmiðlabreytingar auk þess sem fólk úr ýmsum áttum deilir því hvað einkenni gott geðræktandi samfélag.

Lesa meira
11. október 2023
Hvað vilt þú gera til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið?

Sigríður Gísladóttir, formaður Geðhjálpar, framkvæmdastjóri Okkar heims og aðstandandi, segir frá reynslu sinni og hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér að vera barn sem á nána aðstandendur sem eru að fást við geðrænar áskoranir. Hún er ekki aðeins að benda á það hvernig hlutirnir voru heldur kemur hún einnig fram með tillögur að lausnum. Með því að huga að börnum og vernda þau þá getum við komið við í veg fyrir fjölmarga erfiðleika seinna á lífsleið þeirra. 

Lesa meira
4. október 2023
Segðu þína skoðun – setjum geðheilsu í forgang

Í októbermánuði standa Landssamtökin Geðhjálp fyrir vitundarvakningu um geðheilbrigðismál. Markmið átaksins er að skapa vettvang fyrir fólk til að segja sína skoðun á hvað það telur mikilvægast til að bæta geðheilsu og geðheilbrigðismál á Íslandi. Tekin voru viðtöl við þrjá einstaklinga með mismunandi reynslu af geðheilbrigðiskerfinu: notandi, aðstandandi og starfsmaður.

Lesa meira
29. september 2023
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar um frumvarp til laga um breytingu á lögræðislögunum

Landssamtökin Geðhjálp ítreka ábendingar samtakanna um að breytingar á lögum um málefni sjúklinga, lögræðislögunum, lögum um málefni fatlaðra og almennum hegningarlögum eigi að haldast í hendur og skoðast í tengslum við innleiðingu samnings SÞ um réttindi fatlaðs fólks. Snertifletirnir eru fjölmargir og hætt við að sjónarmið notenda/sjúklinga/fanga verði undir þegar hvert ráðuneyti sinnir sínum málaflokki. Lögræðislögin sem hér eru til umfjöllunar bera þess merki að hlustað hafi verið um of á sjónarmið þjónustuveitenda á kostnað þjónustunotenda.

Lesa meira
21. september 2023
Svör óskast

Landssamtökin Geðhjálp og Þroskahjálp sendu í dag forsætisráðherra, formanni velferðarnefndar og þingflokksformönnum eftirfarandi bréf: Til forsætisráðherra, formanns velferðarnefndar og þingflokksformanna. Þann 8. júní 2022 skilaði nefnd á vegum forsætisráðuneytisins, sem falið var að undirbúa rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda, skýrslu sinni.

Lesa meira
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram