Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn fimmtudaginn 21. mars. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Sigríður Gísladóttir lét af störfum sem formaður samtakanna en hún gegndi formennsku síðastliðið ár en Sigríður hafði áður setið í tvö ár í stjórn samtakanna. Nýr formaður var kjörinn til næstu tveggja ára en tvær voru í kjöri þær Guðrún Þórsdóttir og Svava Arnardóttir. Fór það svo að Svava var kjörinn formaður samtakanna.