George Goldsmith er stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Compass Pathways, alþjóðlegs fyrirtækis sem hefur það að markmiði að leita leiða til að bæta geðheilbrigðiskerfi og meðferðir við geðrænum sjúkdómum. George var staddur hér á landi nýlega og við notuðum tækifærið til að spyrja hann út í meðferð með psilocybin og þann grunn sem hann telur nauðsynlegt að geðheilbrigðisstarfsemi byggi á.