Meðfylgjandi bréf var sent í tölvupósti til forsætisráðherra og Velferðarnefndar Alþingis þann 11. júní 2024.
Sæl öll.
Nú eru tvö ár síðan nefnd á vegum forsætisráðuneytisins skilaði af sér niðurstöðum um það hvernig haga ætti rannsókn á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks og fullorðinna með geðrænan vanda. Nefndin var skipuð í kjölfar ályktunar Alþingis þann 12. júlí 2021. Í ályktun Alþingis kom m.a. þetta fram: „Forsætisráðherra flytji Alþingi skýrslu um niðurstöður nefndarinnar og geri tillögu um fyrirkomulag rannsóknar sem hefjast skuli vorið 2022.“