7. febrúar 2023
Þörf fyrir samfélagsbreytingar?

Dagana 27. og 28. apríl nk. bjóðum við ykkur til samræðna, á fyrirlestra og vinnustofur. Fyrirlesarar eru aðila sem hafa beitt sér á alþjóðavettvangi fyrir breyttri nálgun í geðheilbrigðismálum. Auk þeirra mun fólk með reynslu af tilfinningalegri vanlíðan og/eða fíkn leiða vinnustofur. Ráðstefnugestum verður boðið að kynna sér önnur sjónarmið en þau sem hafa verið ríkjandi í geðheilbrigðismálum á tveggja daga ráðstefnu. Við vonumst til þess að fólk, sem lætur sig geðheilbrigðismál varða, mæti og deili hugmyndum og taki þátt í nýsköpun og framþróun í málaflokknum. Við bjóðum leikmenn jafnt sem fagfólk velkomið.

Lesa meira
3. febrúar 2023
Þakklæti

Nú þegar undirritaður hefur komið að Landsamtökunum Geðhjálp í nærri 30 ár, setið í stjórn í sjö ár og sinnt formennskuhlutverki í þrjú ár er komið að því að stíga til hliðar. Nýr formaður verður kosinn á aðalfundi samtakanna 30. mars nk. en frá með deginum í dag og þangað til leiðir varaformaður samtökin. Landsamtökin Geðhjálp standa vel. Okkur hefur auðnast að fá til liðs við okkur um 7400 mánaðarlega styrktarfélaga sem við erum afar þakklát fyrir. Styrktaraðila sem gera samtökunum kleift að vaxa og dafna og draga úr þörf fyrir opinberan stuðning.

Lesa meira
1. febrúar 2023
Ályktun um afkomuöryggi fatlaðs fólks

ÖBÍ réttindasamtök, Landssamtökin Þroskahjálp og Landssamtökin Geðhjálp lýsa þungum áhyggjum af framfærsluvanda fatlaðs fólks sem flest býr við svo bág kjör að ógerlegt er að láta enda ná saman. Ekkert lát er á verðbólgunni sem nú mælist um 10%. Matvara, lyf og sérstaklega húsnæðiskostnaður hefur hækkað umfram þolmörk. Staðan er bág!

Lesa meira
19. janúar 2023
Samskipti foreldra og barna – Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur

Geðhjálp stendur fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20 og fara fram einn þriðjudag í mánuði. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrinum loknum. Fjórða fræðsluerindi vetrarins fór fram 17. janúar þar sem Elísabet Ýrr Steinarsdóttir fjölskyldufræðingur fjallaði um samskipti foreldra og barna.

Lesa meira
18. janúar 2023
Yfirlýsing frá stjórn landssamtakanna Geðhjálpar

Í tengslum við fyrirtöku í héraðsdómi Reykjavíkur, sem fer fram 30. janúar nk. í máli S-5373/2022 sem embætti héraðssaksóknara sækir gegn hjúkrunarfræðingi, sem ásakaður er um að hafa valdið andláti sjúklings á geðdeild Landspítalans í ágúst 2021 og fjölmiðlaumræðu vegna fyrirtökunnar, sendir stjórn landssamtakanna Geðhjálpar frá sér eftirfarandi yfirlýsingu.

Lesa meira
9. janúar 2023
G vítamín á þorranum

Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín. Við vitum öll að það er hollt að hreyfa sig reglulega og taka vítamín daglega. En það gleymist gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar. Þess vegna mælum við með að taka G vítamín á hverjum degi, sérstaklega í skammdeginu. Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín dropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.

Lesa meira
21. desember 2022
Jólakveðja og jólalokun Geðhjálpar 2022

Við viljum þakka öllum okkar styrktaraðilum hjartanlega fyrir allan þann stuðning sem þeir hafa veitt starfi okkar á árinu 2022. Ykkar framlag er samtökunum afar mikilvægt og við, stjórn og starfsfólk, mjög meðvituð hvernig við beitum og förum með það afl sem styrktarfélagar samtakanna veita okkur. Við heitum því að gera okkar allra besta á næsta ári til að halda áfram að gæta hagsmuna notenda geðheilbrigðisþjónustunnar og aðstandenda þeirra, tala fyrir framförum í málaflokknum og stuðla að bættri geðheilsu allra landsmanna.

Lesa meira
8. desember 2022
Kynning á niðurstöðum rannsóknar um fordóma

Fordómar gagnvart einstaklingum með geðræn vandamál hafa ýmsar neikvæðar afleiðingar fyrir einstaklinga og samfélög. Árið 2006 voru fordómar almennings á Íslandi mældir í fyrsta skipti, sem hluti af alþjóðlegri rannsókn, og árið 2022 var sú rannsókn endurtekin af Geðhjálp undir forystu Sigrúnar Ólafsdóttur prófessors í félagsfræði við HÍ, sem einnig stýrði alþjóðlegu rannsókninni 2006. Þessi gögn gefa okkur í fyrsta skipti innsýn inn í hvernig viðhorf almennings hafa þróast á Íslandi á 16 ára tímabili.

Lesa meira
8. desember 2022
Ályktun stjórnar Geðhjálpar vegna sparnaðartillagna borgarstjórnar

Landssamtökin Geðhjálp lýsa yfir áhyggjum vegna framkominna niðurskurðartillagna borgarstjórnar er snúa að velferðarúrræðum. Þetta á ekki síst við um fyrirhugaða lokun Vinjar athvarfs fólks sem býr við geðrænar áskoranir. Það skal tekið fram að Reykjavíkurborg átti ekki samtal við Geðhjálp eins og kemur fram í tillögu meirihluta borgarstjórnar þar sem segir: „Þjónusta til að koma til móts við félagsstarf fólks með geðraskanir verði útfært í samráði við félagið Geðhjálp.“

Lesa meira
30. nóvember 2022
Geðlestin hefur lokið yfirferð sinni í alla grunn- og framhaldsskóla Íslands

Geðlestin lauk ferðalagi sínu um landið með heimsókn í Flóaskóla þriðjudaginn 29. nóvember en það var 174. heimsókn Geðlestarinnar í grunn- og framhaldsskóla. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla þar sem leitast er við að kynna mikilvægi þess að leggja stund á geðrækt frá fæðingu og út allt lífið. Staðreyndin er nefnilega sú að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta.

Lesa meira
30. nóvember 2022
Áföll, EMDR og listmeðferð – Rósa Richter sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur

Þriðja fræðsluerindi vetrarins fór fram 29. nóvember þar sem Rósa Richter fjallaði um áföll, hvað veldur þeim, afleiðingar þeirra og hvernig er hægt að öðlast bata eftir þau. Hún lýsti EMDR áfallameðferð, uppruna meðferðarinnar og árangri hennar. Rósa lýsti einnig EMDR meðferð fyrir hópa og hvernig listmeðferð er vafið saman við EMDR meðferð í hópvinnu. Rósa kenndi virka aðferð til að draga úr bæði andlegri og líkamlegri vanlíðan.

Lesa meira
26. október 2022
Umsögn um fjárlög 2023

Geðheilbrigðisáætlun til 2030, sem heilbrigðisráðherra hefur unnið að sl. mánuði í samráði við ýmsa hagaðila, er tilraun til þess að forgangsraða í málaflokknum og ná fram breytingum. Áætlunin fyrir árin 2016 til 2020 var það einnig. Báðar áætlanirnar innihalda aðgerðaáætlanir sem er í raun það eina sem skiptir máli þegar kemur að árangri stefnunnar. Aðgerðaáætlun stefnunnar 2016 til 2020 var metin á um 4-5 milljarða. Tekin var ákvörðun um að setja 600 milljónir í aðgerðaráætlunina eða 12 til 15% af því sem lagt var til.

Lesa meira
26. október 2022
Umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda

Hér gefur að líta umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda. Þingsályktunin var áður lögð fram í mars 2021 en náði ekki brautargengi og sendi Geðhjálp umsögn þá líka. Umsögnin hér er í stórum dráttum sú sama og þá en þó uppfærð og endurbætt. Landssamtökin Geðhjálp fagna þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðdeilda landsins. Húsnæði geðsviðs Landspítalans (LSH) er að margra mati úr sér gengið og má segja að það hafi hvorki þróast í takt við framfarir né aðrar breytingar í málaflokknum.

Lesa meira
25. október 2022
Meðvirkni: „Hvað er það eiginlega?“ – Anna Sigríður Pálsdóttir ráðgjafi

Anna Sigríður Pálsdóttir ráðgjafi fjallaði um meðvirkni í öðru fræðsluerindi Geðhjálpar í vetur. Meðvirkni er alvarlegt vandamál sem snertir flestalla strengi lífs þeirra sem við hana etja. Hún er falin, sorgleg, öflug, lamandi, eyðandi og vekur upp fjölmargar vondar tilfinningar innra með okkur. Hugtakið meðvirkni er mikið notað og áhugi fyrir því hefur aldrei verið meiri. Þó svo að margir telji sig vita hverjar birtingamyndir meðvirkni geta verið þá vita fáir hver raunveruleg orsök hennar er og hvað hún hefur mikil áhrif á öll okkar sambönd, samskipti og líðan.

Lesa meira
22. október 2022
Afleiðingar kosta meira

Með mína persónulega reynslu hef ég gert mitt best til að hjálpa sem fortíðinni fékk ekki frekar en margt annað vegna fáfræði. Það er vont að vita ekki af hverju manni líður illa andlega en það skiptir öllu að taka á vandanum strax. Félagsfælni er þriðja algengasta geðröskunin á eftir þunglyndi og alkóhólisma. Félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára aldri og getur haft miklar afleiðingar t.d. einangrun, eiga erfitt með félagsleg tengsl og forðast flestar aðstæður, vímuefnamisnotkun og sjálfsvíg. Þegar félagsfælni ræður ríkjum verður maður óframfærinn og heldur að allir séu að horfa á sig og langar því helst að hverfa niður í jörðina.

Lesa meira
18. október 2022
Styrktarsjóður geðheilbrigðis – 14 m.kr. úthlutað í dag

Þriðjudaginn 18. október fór fram önnur úthlutun úr Styrktarsjóðs geðheilbrigðis. Alls bárust 30 umsóknir til sjóðsins í ár samtals að upphæð 79.5 m.kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 14 m.kr. til þessarar úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni. Fimm manna fagráð, skipað þeim Birni Hjálmarssyni, Hrannari Jónssyni, Huldu Dóra Styrmisdóttur, Svövu Arnardóttur og Helgu Sif Friðjónsdóttur, en hún var formaður fagráðsins, fór yfir umsóknirnar og lagði tillögur sínar í hendur stjórnar.

Lesa meira
18. október 2022
Geðhjálp mælir með: Fróðleg hlaðvörp

Í nýjasta Geðhjálparblaðinu er mælt með fróðlegum hlaðvörpum um geðheilbrigðismál á íslensku og ensku, líkt og Geðvarpið, hlaðvarp Landspítalans, Normið með Evu Matt & Sylvíu Briem, sem er eitt vinsælasta íslenska hlaðvarpið í dag, Unlocking Us með rithöfundinum og prófessornum Brené Brown ásamt fleirum.

Lesa meira
18. október 2022
Geðhjálp mælir með: Áhugaverðar bækur

Í nýjasta Geðhjálparblaðinu mælum við með áhugaverðum bókum um geðheilbrigðismál, líkt og Desperate Remedies þar sem félagsvísindaprófessorinn Andrew Schull rekur sögu geðlækninga í Bandaríkjunum síðustu 200 árin, en í skrifum sínum gefur hann ekkert eftir um þá örvinglun, fordóma, vanskilning og misnotkun sem átti sér stað víða í geðheilbrigðiskerfinu og gerir jafnvel enn.

Lesa meira
18. október 2022
Hvernig ræktar þú geðheilsuna?

Í nýjasta blaði Geðhjálpar voru valinkunnir einstaklingar fengnir til þess að gefa góð ráð um hvernig hægt sé að rækta geðheilsuna. Smelltu á fréttina til þess að kynna þér ráðin frá Ágústi Úlfssyni leikara og leikstjóra, Báru Huld Beck blaðamanni, Sölva Geir Ottesen fyrrverandi atvinnumanni í knattspyrnu og þjálfara ásamt fleirum.

Lesa meira
17. október 2022
„Ekki horft framhjá því að fólk verður fyrir miklum skaða af nauðungarvistun“

Nauðungarvistun er róttæk aðgerð þar sem einstaklingur er sviptur frelsi og vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum og í sumum tilfellum einnig beittur þvingaðri lyfjameðferð. Nauðungarvistun er af mörgum talin fornfáleg og ómannúðleg aðferð til að koma einstaklingi, oftast mjög veikum, „undir læknishendur“, og í öruggt skjól, einstaklingi sem þá er talinn ógna sjálfum sér og jafnvel umhverfi sínu. Samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (e. United Nations Convention on the Rights of Persons with Disabilities) er hvers kyns þvingun og nauðung á grundvelli fötlunar óheimil.

Lesa meira
17. október 2022
„Vandinn býr ekki bara innra með fólki“

Héðinn Unnsteinsson hefur verið viðloðandi Geðhjálp í 30 ár og formaður samtakanna í nærri þrjú ár. Hann segir ýmislegt hafa breyst á þessum árum, margt jákvætt en að lyfjanotkun hafi margfaldast og æ fleiri greinist með geðraskanir. Brýnustu verkefnin segir hann vera að vinna að framþróun í geðheilbrigðismálum og breytingu laga sem lúta m.a. að nauðungarvistun og þvingaðri lyfjagjöf. Hann vill að heilbrigðisyfirvöld beini sjónum sínum í auknu mæli að rótum vandans sem hann telur að liggi að stórum hluta í samfélagsgerðinni.

Lesa meira
17. október 2022
„Það eru ýmsar leiðir að bata“

Elín Ebba Ásmundsdóttir, iðjuþjálfi og varformaður í stjórn Geðhjálpar, kynntist Open Dialogue (opinni samræðu), þegar hún rannsakaði leiðir fólks til að ná bata um aldamótin síðustu. Nýverið fór hún til Noregs og Danmerkur sem ein af fulltrúum stjórnar Geðhjálpar ásamt fulltrúum frá Geðsviði Landspítala, heilbrigðisráðuneytinu og Velferðarsviðs Reykjavíkur. Markmið ferðarinnar var að kynnast nýjungum í geðheilbrigðisþjónustunni, m.a. meðferð án geðlyfja, þátt starfsmanna með notendareynslu í félags- og geðheilbrigðisþjónustu sem og umgjörð geðdeilda.

Lesa meira
17. október 2022
5/25

Talnabrunnur Landlæknisembættisins 2021 greinir frá ansi sláandi niðurstöðum sem sýna fram á að andleg heilsa og líðan ungs fólks er verst meðal Íslendinga. Í tölum frá 2020 sögðu aðeins 57% karla og 50% kvenna á aldrinum 18 til 24 ára geðheilsu sína góða eða mjög góða það ár. Það er ekki nema um helmingur unga fólksins okkar. Að sama skapi greindu 32% karla og 46% kvenna í sama aldursflokki frá því að finna oft eða mjög oft fyrir streitu í daglegu lífi. Þegar einstaklingar voru spurðir út í einmanaleika sögðust 25% karla og kvenna finna oft eða mjög oft fyrir
einmanaleika.

Lesa meira
14. október 2022
„Fólk getur séð að það er líf eftir geðdeild“

Nína Eck er jafningi á Geðsviði Landspítalans auk þess sem hún stundar meistaranám í félagsráðgjöf. Hún er að segja má brautryðjandi sem jafningi hér og segir að með jafningastarfinu sé verið að reyna að brjóta upp hvernig við hugsum um geðþjónustuna, þegar einstaklingur leggst inn á geðdeild. Starfið snúist ekki um meðferð heldur að tveir einstaklingar geti náð saman, haft stuðning hvor af öðrum, deilt hugsunum sínum og tilfinningum, sigrum og sorgum. Eða bara að vera ... eins og hún orðar það.

Lesa meira
14. október 2022
Nærvera

Við lifum áhugaverða tíma. Fyrir mér eru tvær stórar þversagnir í geðheilbrigðismálum. Önnur er sú að á sama tíma og við lofum fjölbreytileika fólks í samfélaginu, og þar með samfélagsins, þá virðumst við hafa afar ríka þörf fyrir að steypa fólk í tiltekna huglæga ramma. Hin stóra þversögnin er sú að á sama tíma og við teljum okkur búa við almenna framþróun í heilbrigðis- og læknavísindum er kemur að viðleitni til bættrar geðheilsu, fjölgar örorkubótaþegum vegna geðraskana sex sinnum hraðar en þjóðinni, eða um 240% sl. 30 ár á meðan þjóðinni fjölgaði á sama tíma um ríflega 40%.

Lesa meira
14. október 2022
Geðhjálparblaðið 2022

Í Geðhjálparblaðinu að þessu sinni er vakin athygli á þeirri staðreynd að geðheilbrigðiskerfið sé vanfjármagnað, eins og Geðhjálp hefur bent á um árabil. Fjárframlög til málaflokksins eru tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála en það megi áætla að umfang geðheilbrigðismála af opinberri heilbrigðisþjónustu sé í kringum 25%.

Lesa meira
11. október 2022
Staðan í geðheilbrigðismálum

Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%.

Lesa meira
6. október 2022
Umsögn landssamtakanna Geðhjálpar um reglur um störf ráðgjafa nauðungarvistaðra

Landssamtökin Geðhjálp höfðu enga aðkomu þegar þessar reglur voru í smíðum í dómsmálaráðuneytinu.  Orðalag þeirra ber þess merki að notendur hafa ekki haft neina aðkomu. Í 2. gr. segir þannig: „Nauðungarvistaður einstaklingur á rétt á að ræða við ráðgjafann einslega um hvaðeina sem nauðungarvistunina varðar og hafa samband við hann reglulega, nema ástandi hins nauðungarvistaða sé þannig háttað að mati vakthafandi læknis að það hafi enga þýðingu…“

Lesa meira
28. september 2022
Kynning á nýrri meðferð við meðferðarþráu þunglyndi: TMS

Dagur Bjarnason geðlæknir fjallaði um TMS, nýja meðferð við meðferðarþráu þunglyndi, á fyrsta erindi fræðsludagskráar Geðhjálpar í vetur. TMS er skammstöfun á því sem á ensku nefnist Transcranial Magnetic Stimulation sem þýða mætti sem segulörvunarmeðferð á heila en meðferð beinist að afmörkuðu svæði heilans og hefur ekki bein áhrif á önnur líffærakerfi, ólíkt t.d. virkni margra lyfja.

Lesa meira
17. september 2022
Hrafn Jökulsson (1965-2022)

Með fáum orðum viljum við í Landssamtökunum Geðhjálp votta aðstandendum Hrafns Jökulssonar samhygð. Við minnumst einstaks baráttumanns m.a. fyrir bættu geðheilbrigði og umbótum í málaflokknum. Hrafn blés okkur öllum anda í brjóst með djúpu innsæi sínu, skilningi á veruleika þeirra sem búa við raskanir á sinni og einstöku baráttuþreki. Við munum eftir fremsta megni leitast við að halda logum af kyndli hans á lofti um ókomna tíð. 

Lesa meira
15. september 2022
Geðlestin heimsækir framhaldsskóla landsins

Geðlestin, geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta, heimsótti grunnskóla landsins síðasta vetur þar sem meðlimir teymisins spjölluðu við nemendur í 8.-10. bekk um mikilvægi geðræktar. Að þessu sinni er komið að framhaldsskólunum en Geðlestin mun ferðast vítt og breitt um landið í haust. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Lesa meira
7. september 2022
Fræðsludagskrá Geðhjálpar veturinn 2022-2023

Geðhjálp mun í vetur standa fyrir fræðsludagskrá um geðheilbrigðismál í vetur. Erindin verða haldin í sal Hlutaverkaseturs í Borgartúni 1, 105 Reykjavík kl. 20:00 og fara fram einn þriðjudag í mánuði, auk þess sem þau verða einnig í beinu streymi á Facebook síðu Geðhjálpar. Boðið verður upp á kaffi og spjall að fyrirlestrunum loknum.

Lesa meira
6. september 2022
Viðburðir í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga 10. september

Í tilefni af Alþjóðlegum forvarnardegi sjálfsvíga laugardaginn 10. september 2022 mun Geðhjálp vera með kynningu á starfsemi sinni í Kringlunni frá kl. 12:00 til 16:00. Fólk á vegum Geðhjálpar kynnir starfsemina og svarar spurningum auk þess sem boðið verður upp á tónlistaratriði með Emmsjé Gauta og Gugusar. 

Lesa meira
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram