Sumardagurinn fyrsti er í dag og með honum fyrirheit um bjarta sumardaga. Flest okkar þekkja þessa undursamlegu tilfinningu sem fylgir því að halla sér aftur í litríka blómabreiðu hæst á heiðum og finna hvernig lífstakturinn nær samhljómi við náttúruna. Á því andartaki er eflaust hægt að mæla geðheilsu okkar sem góða en almennt eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Það liggur í eðli hugtaksins „geðheilbrigði“, sem er margvítt og byggist, ásamt frávikum þess, á hugsun, einhverju sem við höfum þó aldrei getað skilgreint og jafnvel ekki skilið.