Frí ráðgjöf

Hjá Geðhjálp eru starfandi fagmenntaðir ráðgjafar sem ætlað er að veita eftirfarandi þjónustu við fólk með geðraskanir og aðstandendur þeirra án endurgjalds.

  • Stuðnings- og matsviðtöl, sem miða að því að skilgreina vanda, veita upplýsingar og leiðbeiningar um viðeigandi úrræði eða meðferð
  • Eftirfylgni bæði í formi símtala, viðtala sem og tölvupósts
  • Móttaka kvartana vegna þjónustu

Ráðgjöfin getur farið fram með viðtali, símtali, tölvupósti eða í gegnum Kara Connect. Smellið á meðfylgjandi hlekki til að fá fjartíma: Geðhjálp á Kara Connect. Henni er ætlað að vera leiðbeinandi en er ekki hugsuð sem meðferð eða vera meðferðarígildi.

Viðtöl eru veitt virka daga og þarf að panta tíma fyrirfram. Ef þú vilt panta tíma hjá ráðgjöfum Geðhjálpar eða óska eftir símaráðgjöf hafðu samband með því að hringja í síma 5701700 frá 09:00 til 15:00 á virkum dögum eða notið formið hér að neðan.

Ráðgjafi Geðhjálpar er Helga ArnardóttirMSc í félags- og heilsusálfræði.

Til að taka af allan vafa þá er ráðgjafi Geðhjálpar bundinn þagnarskyldu, hvernig svo sem vitneskja um persónulega hagi einstaklinga berst sem leynt á að fara samkvæmt lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992, lög um réttindi sjúklinga nr. 74/1997 og 136 gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.

Vinsamlega fyllið út allar línur

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram