Ert þú aðstandandi? Áttu ástvin eða fjölskyldumeðlim með geðrænar áskoranir?
Geðhjálp stendur fyrir fyrirlestraröð fyrir aðstandendur fólks með geðrænar áskoranir.
Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um meðvirkni þar sem farið verður yfir:
• Hvað er meðvirkni?
• Hvernig verður meðvirkni til?
• Hvernig lærum við að setja heilbrigð mörk?
• Hvernig hefur meðvirkni áhrif á líf okkar?
• Hvernig getum við bætt samskipti okkar við aðra?
• Hvernig getum við lært að stjórna betur viðbrögðum okkar?
Fyrirlesari er Hafdís Þorsteinsdóttir klínískur þerapisti og fjölskyldufræðingur.
Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 19:30-21:00 í Geðhjálp, Borgartúni 30.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.