16. október 2019

Fyrirlestur fyrir aðstandendur

Ert þú aðstandandi? Áttu ástvin eða fjölskyldumeðlim með geðrænar áskoranir?

Geðhjálp stendur fyrir fyrirlestraröð fyrir aðstandendur fólks með geðrænar áskoranir.

Fyrsti fyrirlesturinn fjallar um meðvirkni þar sem farið verður yfir:
• Hvað er meðvirkni?
• Hvernig verður meðvirkni til?
• Hvernig lærum við að setja heilbrigð mörk?
• Hvernig hefur meðvirkni áhrif á líf okkar?
• Hvernig getum við bætt samskipti okkar við aðra?
• Hvernig getum við lært að stjórna betur viðbrögðum okkar?

Fyrirlesari er Hafdís Þorsteinsdóttir klínískur þerapisti og fjölskyldufræðingur.

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 19:30-21:00 í Geðhjálp, Borgartúni 30.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram