10. janúar 2022

G-vítamín á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Geðrækt allt lífið, bætir, hressir og kætir. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; lítil og létt ráð sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með þessum 30 skömmtum er hægt að kaupa hér. Dagatalið er jafnframt happdrættismiði og fer allur ágóði af sölu þess í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Í hverjum glugga dagatalsins er einn skammtur og daglega birtast góð ráð á gvitamin.is, Facebook, Instagram og TikTok. Fylgist endilega með þar.

Fáðu G-vítamín dagsins í pósti

Einnig er hægt að skrá sig hér og fá daglega ráðlagðan G-vítamín skammt í tölvupósti þátttakendum að kostnaðarlausu.

Nánar

Markmiðið er að styrkja geðheilsu landsmanna og þannig verja okkur og styrkja í mótbyr. Með daglegri inntöku G-vítamíns myndum við sterkara ónæmi, því þessi einföldu ráð eru verndandi þættir geðheilsu. Mikilvægt er að leggja stund á geðrækt út lífið og ekki síst yfir vetrarmánuðina þegar skammdegið er hvað mest.

Happdrætti

Dagatalið er jafnframt happdrættismiði og er dregið úr seldum dagatölum föstudaginn 18. febrúar 2022. Hægt er að kaupa dagatalið til 3. febrúar og kostar það 2.500 kr. Hægt er að kaupa dagatal hér. Fjöldi mergjaðra geðræktandi vinninga verða dregnir út handa heppnum þátttakendum. Það eina sem þú þarft að gera er að taka þátt og nýta þér G-vítamínið, sem virkar vel og er án aukaverkana.

Ágóði af sölu dagatalsins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Heildarupplag er 12.500 og er aðeins dregið úr seldum dagatölum. Heildarupphæð vinninga er 5.379.650 kr. Allar nánari upplýsingar gefur Geðhjálp í síma: 570-1700 og lista yfir vinningsnúmer má finna á www.gvitamin.is


Vinningar 

  • Sausalito rafmagnshjól frá Berlín reiðhjólaverslun
  • Listaverk eftir Jón Óskar
  • Heimatónleikar með KK band
  • Tvö listaverk eftir Kristínu Gunnlaugsdóttir
  • Heimatónleikar með Flott
  • Heimatónleikar með Bríet
  • Heimatónleikar með Emmsje Gauta
  • Heimatónleikar með GDRN
  • Heimatónleikar með Frikka Dór og Jóni Jónssyni
  • Listaverk eftir Leif Ými
  • Tvö listaverk eftir Prins Póló
  • Berlin classic hjól frá Berlín reiðhjólaverslun
  • 200.000 kr. gjafabréf frá Icelandair
  • 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair
  • Tvö 50.000 kr. gjafabréf frá Icelandair
  • Tvö 100.000 kr. gjafabréf í Hljóðfærahúsið
  • Tveir innanlandspakkar: Flug, gisting og matur fyrir tvo að verðmæti 100.000 kr. hvor pakki
  • Tvö 100.000 kr. gjafabréf í verslun Cintamani
  • Tvö 80.000 kr. gjafabréf í Kron Kron
  • Þrjú gjafabréf í Þjóðleikhúsið fyrir tvo
  • Þrjú gjafabréf í Borgarleikhúsið fyrir tvo
  • Tvö gjafabréf Leikfélag Akureyrar fyrir tvo
  • Fimm gjafabréf á Sinfóníutónleika fyrir tvo
  • Gjafabréf í Þríhnúkagíg fyrir tvo
  • Þrjú gjafabréf í Sky Lagoon fyrir tvo
  • Flothetta + gjafabréf í flot
  • Tvö gjafabréf í Jarðböðin á Mývatni fyrir tvo
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram