26. janúar 2022

G-vítamín dagatalið í sölu til 3. febrúar

Dagatalið er jafnframt happdrættismiði með frábærum geðræktandi vinningum

Oft hefur þörfin verið mikil en sjaldan hefur verið jafn nauðsynlegt og nú að fá sér hraustlega af G-vítamíni. Þar kemur G-vítamín dagatal Geðhjálpar sterkt til leiks, annað árið í röð.

Í hverjum glugga dagatalsins er að finna góð ráð til að efla og gleðja geðið ásamt einföldum leiðum til efla geðheilsuna á þessum árstíma sem reynist mörgum þungur. Nú þegar hafa vítamínin „Vertu til staðar“, „Láttu þig langa í það sem þú hefur“, „Mundu að brosa“ og „Prófaðu eitthvað nýtt“ birst í gluggunum. Þar erum við hvött til að dvelja ekki við áhyggjur af fortíð eða framtíð, vera þakklát fyrir það sem við höfum, laumast út fyrir þægindahringinn okkar til að upplifa eitthvað óvænt og muna að brosa.

Hægt er að kaupa G-vítamín dagatalið hér en þau verða einungis í sölu til 3. febrúar svo nú er lag að tryggja sér eintak. Það skemmir ekki fyrir að dagatalið er líka happdrættismiði með fjölda stórglæsilegra vinninga í boði. Sem dæmi má nefna heimatónleika með Bríeti, Flott, KK bandi, Friðriki Dór og Jóni Jónssyni, Emmsje Gauta, rafmagnshjól, listaverk eftir Prins Póló, Leif Ými,  Kristínu Gunnlaugsdóttur og Jón Óskar, ferðagjafabréf og margt fleira. Allur ágóði af sölu happdrættisins rennur í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Við erum öll með geð og það er okkar að hlúa að því.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram