1. febrúar 2024

G vítamín – gott fyrir geðheilsuna: Styrktarþáttur á RÚV 2. febrúar

Stóra myndin verður skoðuð í geðheilbrigðismálum Íslendinga í áhugaverðri og skemmtilegri útsendingu. Skoðaðar verða nútímalegar geðdeildir í Danmörku og rætt það sem vantar hér heima – bæði hvað varðar húsnæði og hugmyndafræði.

Við fáum reynslusögur, talsvert af heilræðum og spennandi hugmyndum frá gestum.  Við ræðum um hvaða afleiðingar áföll eins og nú dynja á Grindvíkingum geta haft í för með sér fyrir geðheilsu þeirra sem í þeim lenda.

Það verður einnig góð tónlist á dagskrá sem hæfir föstudagskvöldi með GDRN, Árný Margréti, Bogomil Font og greiningardeild Hljómskálans, Inspector Spacetima og Emmsjé Gauta. 

Almenningur er hvattur til þess að ljá málefninu lið með því að styrkja Geðhjálp. G vítamín – gott fyrir geðheilsuna í beinni  föstudagskvöldið 2. febrúar á RÚV.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram