30. desember 2020

Geðhjálp fær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen

Geðhjálp fékk í morgun afhentan styrk upp á hálfa milljón úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega en fámenna athöfn í sal Ráðhússins. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, tók við styrknum fyrir hönd Geðhjálpar. Hann sagði við það tækifæri: „Þegar kemur að vanlíðan og mögulegum geðröskunum ætti notendum ætíð að vera gefið val. Við ættum að nýta næstu misseri til taka til í hugmyndafræði geðheilbrigðis, leita í auknu mæli annarra leiða en eingöngu lyfjalausna, ræða aukna þátttöku notenda í eigin meðferð og annarra og vinna með manneskjur út frá styrkleikum þeirra."

https://reykjavik.is/frettir/gedhjalp-faer-styrk-ur-minningarsjodi-gunnars-thoroddsen

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram