16. febrúar 2024

Geðhjálp gengur í Umhyggju

Fimmtudaginn 22. febrúar kl. 12:00 verður kynning á nýlegri aðild Geðhjálpar að Umhyggju félagi langveikra barna og hvað sú aðild getur þýtt fyrir félaga í Geðhjálp. Kynningin fer fram í N1 höllinni Hlíðarenda í sal 2 á 2. hæð.
Foreldrar barna með geðrænar áskoranir sem verða hluti af Foreldrahópi Geðhjálpar fá með aðild Geðhjálpar að Umhyggju aðgang að fjölbreyttri þjónustu og stuðning til félagsmanna aðildarfélaga Umhyggju, en stefnt er að stofnun foreldrahóps innan Geðhjálpar.

Á kynningunni mun Árný Ingvarsdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, kynna félagið og þá þjónustu sem stendur félagsmönnum Geðhjálpar til boða, sem felst meðal annars í ráðgjöf og stuðning í réttindabaráttu, fjárstyrki, endurgjaldslausa lögfræðiráðgjöf, endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu og möguleika á dvöl í sérútbúnum orlofshúsum bæði sumur og vetur.

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins. Einnig eiga 17 félög og hópar foreldra langveikra barna aðild að félaginu. Geðhjálp eru samtök 7.500 félaga, notenda, aðstandenda, fagfólks og áhugafólks um bættan hag fólks sem býr við geðrænar áskoranir í samfélaginu. Samtökin vinna að því að bæta þjónustu, verja réttindi og vinna gegn fordómum með hagsmunagæslu, ráðgjöf, upplýsinga- og þekkingarmiðlun.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram