Spáin er góð, málefnið gott og félagsskapurinn frábær. Geðhjálp hvetur félaga og velunnara samtakanna til að taka þátt í fyrstu hópgöngu Geðhjálpar í Gleðigöngu Hinseginn daga á laugardaginn. Safnast verður saman við Tækniskólann kl. 13.
Síðan verður gengið fylktu liði niður Skólavörðustíg, Bankastræti og til vinstri meðfram Tjörninni eftir Lækjargötu við lúðrablástur og tilheyrandi fagnaðarlæti... Geðhjálp deilir út fánum, blöðrum, hálssveigum og öðrum tilheyrandi fylgihlutum til þátttakenda.
Tökum höndum saman og fögnum fjölbreytileikanum með Samtökunum '78 og öllum á Íslandi. Sjáumst!