Stjórn og starfsfólk Geðhjálpar

Stjórn Geðhjálpar var kosin á aðalfundi í mars 2024

Aðalstjórn

Svava Arnardóttir formaður

Svava Arnardóttir er iðjuþjálfi og manneskja með persónulega reynslu af andlegum áskorunum. Hún hefur talað fyrir breyttri nálgun og áherslum í geðheilbrigðiskerfinu sem og samfélaginu í heild. Ýmislegt hefur áunnist í framþróun síðastliðinna ára þó enn sé langt í land með að hlustað sé á sérfræðiþekkingu einstaklingsins á eigin lífi, rými sé gefið til að […]

Elín Ebba Ásmundsdóttir

Elín Ebba Ásmundsdóttir vann í nær þrjá áratugi sem forstöðuiðjuþjálfi á geðheilbrigðissviði LSH. Hún hefur skrifað greinar, haldið fyrirlestra, vinnustofur og námskeið sem tengjast geðrækt, geðheilbrigði og valdeflingu um allt land. Hún hefur barist gegn fordómum og fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræðum. Elín Ebba hefur fóstrað, með beinum stuðningi og leiðsögn, ýmsar nýjungar sem hlotið hafa athygli, […]

Sigrún Sigurðardóttir

Sigrún Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Hún hefur m.a. starfað sem lögregluþjónn, hjúkrunarfræðingur, aðstoðarrektor við Kvikmyndaskóla Íslands og sem jógakennari. Síðustu ár hefur hún starfað sem dósent við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri. Sigrún er með doktorsgráðu í hjúkrunarfræði og fjalla rannsóknir hennar um áhrif ofbeldis í æsku á líf og heilsu á fullorðinsárum. […]

Sigmar Þór Ármannsson

Sigmar Þór starfaði sem forstöðumaður yfir færanlegu búsetuteymi hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar en færði sig yfir í mannauðsteymi velferðarsviðs og kemur þar m.a. að stuðningi við stjórnendur þvert á svið sem starfa í málefnum barna og fjölskyldna, fatlaðs fólks og virknimálum. Sigmar Þór hefur því víðtæka reynslu af þverfaglegum samskiptum við stofnanir, s.s. Landspítalann og geðheilsuteymin, […]

Elín Atim

Elín bauð sig fram í stjórn Geðhjálpar vegna reynslu hennar af geðheilbrigðisþjónustunni. Hún vill leggja sitt af mörkum og gera þjónustuna mannúðlegri og uppbyggjandi fyrir fólk sem þarf á aðstoð að halda. Að hennar mati þarf að taka tillit til einstaklingsins og vinna út frá hans þörfum til þess að koma í veg fyrir frekari […]

Guðrún Þórsdóttir

Guðrún Þórsdóttir hefur verið í stjórn Geðhjálpar frá 2022 og líkar það mjög vel. Hún hefur komið víða við í nefndarstörfum og hefur mikla reynslu af því að vinna með ungmennum sem mörg hver hafa geðrænar áskoranir en hjartað hennar slær sérstaklega hjá þeim. Sem ung kona átti hún sjálf við geðrænar áskoranir og alkóhólisma […]

Sigurborg Sveinsdóttir

Sigurborg Sveinsdóttir er iðjuþjálfi að mennt, sem hefur síðastliðin 10 ár unnið að hagsmunamálum notenda í grasrótinni og innan geðheilbrigðiskerfisins. Hún býr sjálf yfir persónulegri reynslu af andlegum áskorunum og af því að vera í aðstandenda hlutverki. Undanfarin misseri hefur Sigurborg starfað við jafningjastuðning (IPS, intentional Peer support) og er einnig með IPS þjálfararéttindi. Hún […]

Varastjórn

Sveinn Rúnar Hauksson

Sveinn Rúnar er fæddur 1947 og hefur verið heimilislæknir og aktívisti eins lengi og elstu menn muna. Hann er tvígiftur, á fimm uppkomin börn og sjö barnabörn. Sveinn glímdi við geðlæknakerfið og var á árbili iðulega nauðungarvistaður með látum en hefur gengið laus frá 1985. Það var um það leyti sem honum auðnaðist að leggja […]

Jón Ari Arason

Jón Ari Arason hefur um langt árabil, með hléum þó, verið áhugamaður um geðrækt, geðvernd, og geðheilbrigði almennt, og starfað á því sviði bæði sem sjálfboðaliði innan ýmissa félagasamtaka og starfsmaður hjá Hlutverkasetri og á geðsviði Landspítalans. Jafnframt hefur hann persónulega reynslu af því að veikjast á geði og að ná bata. Jón Ari var […]

Starfsfólk

Grímur Atlason framkvæmdastjóri

Grímur Atlason tók við starfi framkvæmdastjóra Geðhjálpar í septemberbyrjun 2019. Hann er menntaður þroskaþjálfi og með MBA-gráðu frá Háskóla Íslands. Grímur hefur víðfeðma reynslu úr atvinnulífinu bæði innan opinbera- og einkageirans. Hann starfaði sem þroskaþjálfi á Íslandi og í Danmörku, rak umboðsskrifstofu fyrir tónlistarfólk og stýrði hundruðum viðburða. Hann var bæjarstjóri Bolungarvíkur og sveitarstjóri í […]

Helga Arnadóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði

Helga er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, Master of Science gráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University og diplomagráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Einnig hefur hún fengið þjálfun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coaching) við Maastricht University, Endurmenntun Háskóla Íslands og við Wholebeing […]

Guðný Guðmundsdóttir verkefnastjóri

Guðný Guðmundsdóttir starfar sem verkefnastjóri stafrænna miðla hjá Geðhjálp. Guðný starfaði áður í vefteymi á markaðssviði Marel, auk þess sem hún var ritstjóri samfélagsmiðladeildar hjá PIPAR/TBWA auglýsingastofu. Hún er með BA-gráðu í ensku og MA-gráðu í hagnýtri ritstjórn frá Háskóla Íslands, sem og MA-gráðu í útgáfu frá Anglia Ruskin University í Cambridge, Englandi. Guðný hefur […]

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram