Stjórn og starfsfólk Geðhjálpar

Stjórn Geðhjálpar var kosin á aðalfundi í maí 2020

Aðalstjórn

Héðinn Unnsteinnson (formaður)

Héðinn Unnsteinsson er formaður Landsamtakanna Geðhjálpar.Héðinn starfar sem stefnumótunarsérfræðingur í forsætisráðuneytinu og er meðmeistaragráðu í alþjóðlegri stefnumótun og stefnugreiningu frá Háskólanum í Bath á Englandi. Héðinn hefur sinnt samhæfingar verkefnum og umbótum innanStjórnarráðsins síðustu 10 ár. Samhliða hefur Héðinn sinnt stundakennslu viðstjórnmálafræðideild Háskóla Íslands í meistaranámi í stefnumótun og áætlanagerð auk stundakennslu í þjónandi forystu […]

Elín Ebba Ásmundsdóttir (varaformaður)

Í nær þrjá áratugi vann ég sem forstöðuiðjuþjálfi á geðheilbrigðissviði LSH. Ég hef skrifað greinar, haldið fyrirlestra, vinnustofur, námskeið sem tengjast geðrækt, geðheilbrigði og valdeflingu og allt land. Ég hef barist gegn fordómum og fyrir fjölbreyttari meðferðarúrræðum. Ég hef fóstrað, með beinum stuðningi og leiðsögn, ýmsar nýjungar sem hlotið hafa athygli lof og viðurkenningar. Má […]

Einar Kvaran
Halldór Auðar Svansson

Halldór er tölvunarfræðingur með meistaragráðu í verkefnastjórnun. Hann starfaði um áraraðir við hugbúnaðargerð, var síðan borgarfulltrúi í eitt kjörtímabil en vinnur núna sem notendafulltrúi hjá geðheilstuteymi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og nýtir þar sína eigin reynslu af geðrænum áskorunum.

Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir

Ragheiður Ösp heiti ég og er 38 ára, búsett í Reykjavík. Árið 2003 sótti ég minn fyrsta fund hjá sjálfshjálparhópi félagsfælinna hjá Geðhjálp sem í dag er almennur sjálfshjálparhópur fólks sem glímir við kvíða. Síðustu fjögur ár hef ég verið ábyrgðarmaður hópsins, ásamt Sveini Ólafssyni síðasta árið. Ég sat í stjórn Geðhjálpar sem ritari 2017-2018 […]

Silja Björk Björnsdóttir
Hlynur Jónasson

Ég hef mikinn áhuga að stuðla að aukinni þátttöku í atvinnulífinu ásamt því að tengja Geðhjálp betur við vinnumarkaðinn og samtökin innan hans.Þá hef ég haft löngun til að sjá að starf og stuðningur Geðhjálpar sé fyrir alla sem glíma við geðrænan og félagslegan vanda og þannig nálgast breiðari hóp sem þarf stuðning. Ég hef […]

Kristinn Tryggvi Gunnarsson (gjaldkeri)

Kristinn Tryggvi Gunnarsson er viðskiptafræðingur með framhaldsmenntun og sérhæfingu í stefnumótun, innleiðingu stefnu og breytingastjórnun. Kristinn hóf starfsferil sinn í fjármálageiranum og hefur frá aldamótum stofnað, stýrt og starfað í ráðgjafafyrirtækjum. Hann starfar nú sem breytingastjóri og hefur brennandi áhuga því að nýta þekkingu sína og reynslu til að láta gott af sér leiða með […]

Sveinn Rúnar Hauksson

Sveinn Rúnar er  fæddur 1947  og hefur verið heimilislæknir og aktivisti eins lengi og elstu menn muna. Hann er tvígiftur, á fimm uppkomin börn og sjö barnabörn. Sveinn glímdi við geðlæknakerfið og var á árbili iðulega nauðungarvistaður með látum, en hefur gengið laus frá 1985. Það var um það leyti sem honum auðnaðist að leggja […]

Varastjórn

Starfsfólk

Sigríður Gísladóttir

Ég heiti Sigríður Gísladóttir og starfa á Hringbraut 70, íbúðarkjarna fyrir konur með geðfatlanir og fjölþættan vanda. Ég er einnig sjálfboðaliði í Konukoti. Ég er þrítug og hef verið aðstandandi allt migg líf. Þannig þekki ég bæði erfiðar og góðar hliðar af andlegum veikindum og tel mig hafa ágæta yfirsýn og þekkingu á geðheilbrigðiskerfinu hér […]

Grímur Atlason

Grímur Atlason tók við starfi framkvæmdastjóra Geðhjálpar í septemberbyrjun 2019. Hann er menntaður þroskaþjálfi og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Grímur hefur víðfeðma reynslu úr atvinnulífinu bæði innan opinbera- og einkageirans. Hann starfaði sem þroskaþjálfi á Íslandi og í Danmörku, rak umboðsskrifstofu fyrir tónlistarfólk stýrði hundruðum viðburða. Hann var bæjarstjóri Bolungarvíkur og sveitarstjóri í […]

Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur

Jóhann hefur starfað sem sálfræðingur í tæp 35 ár hjá ýmsum stofnunum og félagasamtökum auk þess að hafa rekið eigin sálfræðistofu í um 25 ár. Jóhann sinnir einstaklingsráðgjöf fyrir ungt fólk og fullorðna. Sérstakt áhugasvið Jóhanns er meðferð við afleiðingum hvers konar áfalla auk þess að veita áfallahjálp strax í kjölfar alvarlegra atburða. Þá vinnur […]

Helga Arnadóttir, MSc í félags- og heilsusálfræði

Helga er með BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands, Master of Science gráðu í félags- og heilsusálfræði frá Maastricht University og diplomagráðu á mastersstigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Einnig hefur hún fengið þjálun í ráðgjöf á forsendum jákvæðrar sálfræði (positive psychology coacing) við Maastricht University, Endurmenntun Háskóla Íslands og við Wholebeing […]

Fanney Ómarsdóttir

Geðhjálp

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0516-26-2648 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar

Fylgstu með

linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram