8. október 2021

Geðhjálparblaðið 2021

Blað Geðhjálpar er komið út! Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni, pistlum og viðtölum en til að mynda er rætt við Bergþór Grétar Böðvarsson, notendafulltrúa á LSH og verkefnastjóri hjá Hlutverkasetri, Söru Maríu Júlíudóttur, jógakennara og markþjálfa, sem stundar háskólanám í meðferð hugvíkkandi efna og George Goldsmith, einn af stofnendum Compass Pathways, alþjóðlegs fyrirtækis sem hefur það að markmiði að leita leiða til að bæta geðheilbrigðiskerfi og meðferðir við geðrænum sjúkdómum.

Í blaðinu er auk þess að finna leiðara eftir Héðinn Unnsteinsson formann Geðhjálpar, góð ráð um hvernig hægt sé að rækta geðheilsuna og pistil um þvingunarlaust Ísland, svo fátt eitt sé nefnt.


Efnisyfirlit

Er heimurinn afstaða okkar til hans?
Leiðari eftir Héðin Unnsteinsson, formann Geðhjálpar.

„Ég er yfir mig ástfanginn af lífinu“
Bergþór Grétar Böðvarsson, notendafulltrúi á LSH og verkefnastjóri hjá Hlutverkasetri, fann hamingjuna í virkninni.

„Sjálfsagður hlutur að stunda geðrækt rétt eins og líkamsrækt“
Pálína Sigrún Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri og iðjuþjálfi, og Sonja Rún Magnúsdóttir, verkefnastjóri Unghuga og kynningamála hjá Grófinni geðrækt á Akureyri, fjalla um áleitna spurningu: „Af hverju líður unga fólkinu svona illa?“

Níu aðgerðir
Níu aðgerðir til að setja geðheilsu í forgang.

„Hugvíkkandi efni eins og speglasalur lífs þíns“
Sara María Júlíudóttir, jógakennari og markþjálfi, hóf í haust háskólanám í meðferð hugvíkkandi efna.

Útilokum nauðung og þvingun við meðferð
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, og Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir skrifa um þvingunarlaust Ísland.

Hvernig rækta ég geðheilsuna
Fólk úr ýmsum áttum gefur góð ráð.

Markmiðið að listafólk og notendur skapi list saman
Edna Lupita á sér það markmið að stofna leikhóp þar sem listamenn og einstaklingar með geðrænar áskoranir vinna saman.

Áhugaverðar bókmenntir og hlaðvörp
Fræðandi og áhugaverðar bækur og hlaðvörp um geðheilbrigðismál.

Ekki kraftaverkalækning en byggt á samlíðan og skilningi
Alþjóðlegt fyrirtæki George Goldsmith, Compass Pathways, hefur það að markmiði að leita leiða til að bæta geðheilbrigðiskerfi og meðferðir við geðrænum sjúkdómum,

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram