Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8%¹.
Það bera að hafa í huga að aðferðarfræðin var ekki sú sama við útreikningana en þetta er þó vísbending um að framlög til málaflokksins hafa dregist umtalsvert saman þessum árum. Fjárframlög til málaflokksins, af heildarframlögum til heilbrigðismála, hafa þannig dregist saman um tæp 40% á þeim rúma áratug sem liðinn er. Geðheilbrigðiskerfið hefur verið vanfjármagnað í áratugi og það er áhyggjuefni hve lítinn gaum stjórnvöld hafa gefið málaflokknum.
Afleiðingar þess að setja ekki geðheilsu í forgang og þá sérstaklega þegar horft er til forvarna og heilsueflingar birtast okkur m.a. í þessum staðreyndum²:
Það er okkar sem samfélags að bregðast við þeirri óheillaþróun sem tíunduð hefur verið hér á undan. Afleiðingar vanfjármögnunar geðheilbrigðiskerfsins birtast okkur m.a. með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Þetta er hins vegar ekki tæmandi útlistun á afleiðingum þessa og má þar m.a. nefna geðheilbrigði eldri borgara og fjölgun öryrkja vegna geðrænna áskoranna svo eitthvað sé nefnt. Geðheilbrigði barna og það að styðja við foreldra er hins vegar mikilvægasta verkefnið. Það að beina sjónum að orsökum í stað afleiðinga er leiðin sem kemur til með að gagnast okkur best.
Eftirfarandi eru níu aðgerðir sem ráðast þarf í til þess að setja geðheilbrigði í forgang (sjá nánar á www.39.is):
Fyrir hönd stjórnar landssamtakanna Geðhjálpar
¹Héðinn Unnsteinsson. Geðheilsa á Íslandi – Staða og þróun til framtíðar. Geðvernd – Rit Geðverndarfélags Íslands 2011; 6-14.
²Unnið úr gögnum Embættis landlæknis og Norrænu ráðherranefndarinnar