Geðlestin, geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta, heimsótti grunnskóla landsins síðasta vetur þar sem meðlimir teymisins spjölluðu við nemendur í 8.-10. bekk um mikilvægi geðræktar. Að þessu sinni er komið að framhaldsskólunum en Geðlestin mun ferðast vítt og breitt um landið í haust. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.