9. maí 2022

Geðlestin heimsækir hundraðasta skólann

Geðlestin heimsótti hundraðasta grunnskóla landsins þegar lestin mætti í Fellaskóla í Fellabæ í morgun. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta.

Fræðslan fer þannig fram að fyrst er spilað myndband, því næst segir ungur einstaklingur frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, eftir það eru umræður og loks stutt tónlistaratriði.

Geðlestin hefur heimsótt 100 skóla, stóra sem smáa, frá því að lestin hófst með hringferð um landið þann 1. nóvember síðastliðinn. Um þessar mundir er Geðlestin að ljúka þriggja vikna ferðalagi um landsbyggðina en fyrr á árinu fengu skólar á höfuðborgarsvæðinu og nærsveitum heimsóknir til sín.

Það voru þau Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Katla Ómarsdóttir og Emmsjé Gauti sem heimsóttu Fellaskóla með Geðlestinni í morgun. Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og er styrkt af félags- og heilbrigðisráðuneytunum.

Það hefur verið stórkostlegt að ferðast um landið og heimsækja alla þessa skóla með þetta mikilvæga verkefni.

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram