30. janúar 2024

Geðræktarátakið G vítamín á þorra

Landssamtökin Geðhjálp hafa ýtt úr vör hinu árlega 30 daga geðræktarátaki sem ber heitið G vítamín. Í ár er fjórða árið sem samtökin standa fyrir þessu átaki á þorranum.

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar út lífið. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Landsamtökin Geðhjálp bjóða því upp á 30 dagleg hollráð sem er ætlað að bæta geðheilsu yfir Þorrann. Þessir 30 skammtar af hollráðum eru kallaðir G vítamín.

Markmið G vítamíns er að styrkja geðheilsu landsmanna en um leið að fyrirbyggja mögulega bresti og verja okkur í mótbyr. Með daglegri inntöku G vítamíns myndum við sterkara ónæmi.

G vítamínin byggjast á Geðorðunum 10 og 14 Lífsorðum Héðins Unnsteinssonar og Þórdísar Rúnarsdóttur.

G vítamín ilmdropar

Sérstakir G vítamín ilmdropar eru fáanlegir í verslunum Nova og á gvitamin.is. Ilmdroparnir kosta ekki neitt, en þau sem langar að styrkja Geðhjálp geta gert það inn á gedhjalp.is og gvitamin.is.

Geðræktandi vinningar leynast meðal G vítamín ilmdropanna. Það eina sem þarf að gera er að taka þátt, sækja dropana og nýta sér G vítamínið, sem er ókeypis og án aukaverkana!

Leiðbeiningar:

  1. Náðu þér í G vítamín dropa í verslun Nova eða á gvitamin.is
  2. Taktu þátt í leikjum og viðburðum eins og þér hentar á gvitamin.is, á Facebook og á Instagram
  3. Styrktu Geðhjálp ef þú getur og langar til
  4. Settu geðheilsu í forgang!

Munum: Við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta

Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram